Val á réttri lausn

Val á réttri lausn

Vefumsjónarkerfi þarf að veita notendum þægilegan aðgang til að viðhalda og bæta við efni á vefnum. Við veljum lausn sem hentar hverju verkefni.

Val á kerfi þarf styðja við markmið okkar um að færa notendum vald til að öðlast sjálfstæði í eigin vefmálum. Jafnframt þarf umhverfið í heild að standast ströngustu kröfur um afköst, umsýslu á viðamiklum vefjum, öryggi og styðja vel við leitarvélabestun (SEO) og aðgengisstaðla.

Helstu kostir headless CMS

Helstu kostir headless CMS

Búið er að hugsa út í allar mögulegar aðstæður. Aðgengismál, viðmót og möguleikar fyrir leitarvélabestun eins og best verður á kosið.

  • Sveigjanlegt og öflugt kerfi
  • Einfalt að miðla efni víðar en á vef
  • Þróað af þriðja aðila
  • Tenging við samfélagsmiðla
  • Full stjórn á vefsíðunni
  • Fjöldi auka veflausna
  • Strapi er Open Source (opinn hugbúnaður)

Vefpakki Stefnu í skýinu

Vefpakki Stefnu í skýinu

Árum saman höfum við þróað okkar eigið kerfi. Nú bjóðum við einnig aðgang að öflugu kerfi til að byggja upp vef á aðeins nokkrum dögum út frá tilbúnum einingum.

  • Einfalt í notkun
  • Stöðug þróun nýjunga
  • Fljótlegt að velja útlit og fleka og sníða til eftir þörfum
  • Myndrænni og líflegri framsetning lendingarsíðna
  • Hýsing í öruggu umhverfi innan EES
  • Styður vel við SEO og kröfur um hraða

Við ráðleggjum við valið

Við ráðleggjum við valið

Með okkur hefur þú öflugan liðsmann við val á viðeigandi lausn fyrir verkefnið. Við styðjum jafnframt við þig með sérfræðiþekkingu:

  • Notendamiðuð hönnun
  • Efnishönnun og notendaprófanir
  • Forritun sérlausna inn á vefinn
  • Tengingar við önnur kerfi
  • Reglulegir stöðufundir yfir líftíma vefjarins
  • Leitarvélabestun og tengingar við samfélagsmiðla