Fókus á vefinn 2. febrúar 2018 - glærur og gögn

Glærurnar á PDF sniði

  1. Straumar í hönnun, 23,5 MB
  2. Endurhönnun forsíðu, 4,2 MB
  3. Notendaprófanir, 1,9 MB
  4. Hvaða máli skiptir hraði? 1,4 MB
  5. Praktísk atriði í efnisvinnslu, 1,4 MB
  6. Google tæki og tól, 1,2 MB

Ábendingar og leiðbeiningar

Fyrirsögn - titill

Myndir í textaritil

Facebook debugger

Punktar í lok fundarins frá þátttakendum

Efnisvinnslan

Gott að fá aðhald við efnisvinnslu, stuðning og hvatning um nýjustu tækni, þróun. Ýta við manni. 18 mánuða reynsla af kerfinu, samviskusemin var að leiðarljósi fyrst en svo veitir ekki af að minna á mikilvæg atriði. Gott að heyra hvað er að reynast vel hjá öðrum. Heyra frá þeim sem er að vinna að því sama.

Vinna myndir í fréttir, það er flókið, getur verið flókið. Þarf alltaf að rifja upp og hringja inn og formatið er fast svona og hinsegin.

Áhugavert að sjá að hægt sé að vera með aðra uppröðun/lúkk í farsímaútgáfu. Til dæmis að færa viðburði fyrir ofan fréttir. Væri gott að vita meira um það sem er hægt. Notendur leita að einhverju tilteknu og það vantar fókus á það í farsímaútgáfunni (viðburðir).

Góð hugmynd að auka notkun á tökkum á vefnum, góð leið til að leiða notandann áfram. Í dag stýrist stærðin af textanum á hnöppum, vilja hafa symmetríu í hnöppunum (hafa möguleika á að þeir séu jafnbreiðir). Fleiri sammála því.

Þjónustustofnanir þurfa að hugsa um upplýsingagildi frekar en markaðssetningu hluta, erum að hugsa hlutina þannig. Hver er upplýsingastrúktúr á síðunni - hvernig finnur fólk efni og ratar.

Trend í vefbransanum

Gagnlegast að sjá nýjustu trendin, á að vera rosalega stór banner eða ekki? Hafa áhyggjur af því að sitja eftir, er hamborgarinn út eða æðislegur?

Frábært að kalla á þróunartorg, góð hugmynd. Fá viðskiptavini á fund og taka þetta út, gott að fá meiri pælingar í sambandi við trend og framtíðarmúsík - hvað er að gerast. Svo vefstjórarnir séu að hugsa fram í tímann. Mismunandi síður og form, væri smart að sjá viðmótskannanir, viðhorfskannanir hvað vill fólk.

Þróun hjá Stefnu - nýjungar í Moya

Þróun hjá Stefnu. Uppfærsla á Moya einhvern tímann? Sér myndasafn fyrir fréttir sem er óþægilegt. Sakna þess að fá ekkert  þegar eitthvað er orðið liprara í bakendanum.

Er verið að vinna í nýrri útgáfu fyrir nýja viðskiptavini? Verður okkar núverandi síða ekki uppfærð í nýja útgáfu? Verður það mikill munur að það verður sér verkefni.

Nýjungar, nýir fídusar sem koma frá Stefnu.