Dive Silfra

Arctic Adventures er eitt umsvifamesta fyrirtæki landsins á sviði afþreyingar fyrir ferðamenn. Undir hatt þeirra heyra fjölmörg vörumerki, en áður höfðum við unnið með þeim að TREK.is, sem sérhæfir sig í lengri gönguferðum.

„Við ákváðum í sumar að endurnýja vefsíðuna okkar divesilfra.is og veltum fyrir okkur hinum ýmsu kostum í þeim efnum. Við ákváðum að vinna verkið með Stefnu og erum mjög ánægð með útkomuna. Samstarfið við starfsfólk Stefnu var auðvelt og árangursríkt og sýndu þau frumkvæði og útsjónarsemi þegar kom að því að leysa tæknilega annmarka sem upp komu við að samþætta síðuna við bókunarkerfi okkar. Við gefum Stefnu okkar bestu meðmæli og hlökkum til að starfa með þeim áfram.“

Fannar Ásgrímsson
Markaðsstjóri Arctic Adventures

Fontana Spa

Náttúruböðin sem nú hafa verið reist bjóða fyrst og fremst uppá að upplifa hina einstöku gufu beint yfir gufuhvernum fræga sem heimamenn og gestir hafa nýtt til heilsubaða að minnsta kosti síðan 1929. Auk þess er unnt að baða sig í heilsubaðvatni í þrískiptri baðlaug, dvelja í heitu sánubaði, ganga í volgum sandinum, dýfa sér í Laugarvatnið sjálf frá nýbyggðri bryggju eða slaka á í fallegum garðinum.

Kaffi Krókur

KK restaurant er staðsett við Aðalgötu á Sauðárkróki og hefur veitingarekstur verið starfræktur í húsinu frá 2009.
Staðurinn er með mjög fjölbreytt úrval rétta á matseðli, allt frá pizzum upp í steikur og býður upp á fría heimsendingu innan Sauðárkróks sé pöntun 2000 krónur eða meira.

Aðrir vefir

í loftinu

0ab2aef5-523c-4441-90ee-a67acd8627fa.jpg
fi.is
geiri_skilti_uppi_copy.jpg
geirismart.is
reykjavik-natura-satt-salur-02.jpg
sattrestaurant.com
akureyribackpackersin.jpg
akureyribackpackers.com

Stefna hefur frá upphafi okkar samstarfs staðið undir væntingum. Markmiðið var að hafa vefinn tímalausann enda lítill tími til stanslausra uppfærslna. Ég held að þetta hafi tekist mjög vel og að vefurinn sé aðgengilegur og skili sínu hlutverki vel.

Það sem skiptir jafnframt miklu máli er sú hjálp sem ég fæ í þjónustuverinu en þar er starfsfólkið lipurt og gefur sér tíma til að leysa úr þeim vandamálum eða spurningum sem upp koma.

Geir Gíslason
Eigandi Akureyri Backpackers

Líkar þér við það sem þú sérð?
Hafðu samband