Verkmenntaskólinn á Akureyri

Nemendur eru hornsteinn Verkmenntaskólans. Það að þeir þroskist, öðlist sjálfstraust, líði vel, tilheyri hópnum og tileinki sér ákveðna leikni, þekkingu og hæfni skiptir mestu máli. Til að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda býður Verkmenntaskólinn uppá fjölbreyttar námsleiðir, góða þjónustu og mikinn stuðning við nemendur.

Gildi skólastarfsins og einkunarorð skólans eru: Fagmennska  - Fjölbreytni - Virðing.

„Heimasíðan er orðin myndrænni og stílhreinni, sérstaklega þegar hún er skoðuð í spjaldtölvu og í síma. Við þurfum að geta sett inn upplýsingar og náð til nemenda í gegnum heimasíðuna, sérstaklega núna þegar heimasíðan verður jafnframt skólanámsskrá skólans.

Við hönnun síðunnar fengum við starfsfólk Stefnu í lið með okkur og fengum við góða faglega leiðsögn á öllum þáttum í tengslum við uppsetningu heimasíðunnar þar sem áherslan var á þau tæki sem nemendur nota helst til að skoða heimasíðuna t.d. í gegnum símana sína.  Síðan var sett upp og hönnuð út frá þörfum nemenda,starfsemi skólans og starfsmanna. Samstarf við starfsfólk Stefnu var afar gott og með því samstarfi varð til flott og aðgengileg heimsíða.“

Sigríður Huld Jónsdóttir
Aðskoðarskólameistari

Brekkuskóli

Brekkuskóli vinnur að því í samstarfi við heimilin að búa nemendur undir líf og starf, að hjálpa þeim að finna og nýta hæfileika sína og stuðla að andlegu og líkamlegu heilbrigði þeirra.  

Einkennisorð skólans eru menntun, gleði, umhyggja, framfarir.

„Við erum ánægð með vefinn og þjónustuna, sjáum ekki eftir því að hafa keypt þá þjónustu að fá allt flutt yfir á nýtt svæði. Við fengum líka margar góðar ábendingar um notendavænni vef frá starfsfólki Stefnu og það lagði sig fram um að kenna okkur, sem er frábært. Okkur er alltaf svarað um hæl og borin virðing fyrir spurningunum okkar;-) Þær eru kannski ekki allar gáfulegar! Við fengum engar athugasemdir um vefinn frá notendum hans, aðeins nokkrar ábendingar í blábyrjun varðandi atriði sem voru löguð.“

Sigríður Magnúsdóttir
Deildarstjóri

Seyðisfjarðarskóli

Seyðisfjarðarskóli er samrekinn leik-, grunn- og listaskóli staðsettur í fjórum starfsstöðvum í miðbæ Seyðisfjarðarkaupstaðar. Í skólanum í heild eru um hundrað og tíu börn og þrjátíu og fimm starfsmenn en um fjörutíu nemendur eru í leikskóladeild og um sjötíu í fyrsta til tíunda bekk. Þar fyrir utan eru um þrjátíu nemendur skráðir í tónlistarnám.

„Við höfum verið ánægð með þjónustuna, samstarfið  og erum ánægð með nýja vefinn. Þetta var mikil breyting fyrir grunnskóladeildina en leikskóladeildin var með fínan vef sem við tókum áhættu með að breyta. Við sjáum ekki eftir því því það er almenn ánægja með vefinn hjá starfsfólki og foreldrum.“

Svandís Egilsdóttir
Skólastjóri

grunnskoli.hunathing.is

Grunnskóli Húnaþings vestra tók formlega til starfa 1. ágúst árið 2000. Hann var stofnaður með sameiningu hinna fjögurra grunnskóla sem starfræktir höfðu verið í Vestur-Húnavatnssýslu, þ.e. Grunnskóla Hvammstanga, Laugarbakkaskóla í Miðfirði, Barnaskóla Staðarhrepps að Reykjum í Hrútafirði og Vesturhópsskóla að Þorfinnsstöðum í Vesturhópi.

„Síðan er aðgengileg og auðveld í uppsetningu. Allar breytingar er þægilegar og gott að fá samband við Stefnu ef eitthvað vekur spurningar. Fulltrúi Stefnu kenndi á kerfið á stuttum fundi og það hefur dugað að mestu fyrir uppsetningu og viðhald síðunnar.“

Sigurður Þór Ágústsson
Skólastjóri

Leikskólinn Krummafótur

Leikskólinn Krummafótur er einnar deildar leikskóli fyrir börn á aldrinum 1-6 ára.

Við hér í Krummafæti erum ánægð með vefinn frá ykkur, hann er auðveldur í notkun og bíður upp á alla þá möguleika sem við þurfum. Einnig er gott að geta hringt til ykkar þegar okkur vantar upplýsingar og ég hef þurft að gera það nokkrum sinnum og hef alltaf fengið mjög góða þjónustu og skýr svör.

Margrét Ósk Hermannsdóttir
Leikskólastjóri

Kópavogsskóli

„Moya vefur er viðmótsþýður og einfaldur í notkun. Það er sérstaklega mikilvægt þar sem fleiri en einn ritstjóri annast hann. Möguleikarnir eru óþrjótandi og þjónustan lipur.“

Bergþóra Þórhallsdóttir, deildarstjóri yngra stigs

Kvennaskólinn í Reykjavík

Á vef Kvennaskólans má nálgast upplýsingar um námið og skólann.

„Ég hef átt farsælt samstarf við Stefnu í mörg ár bæði á Akureyri og hér fyrir sunnan. Starfsmenn fyrirtækisins kunna vel til verka og eru fljótir að laga sig að þörfum viðskiptavinarins til þess að geta þjónustað hann sem best.“

Hjalti Jón Sveinsson
Skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík

Líkar þér við það sem þú sérð?
Hafðu samband