Skíðasamband Íslands

Tilgangur Skíðasambands Íslands er að hafa yfirstjórn á málefnum skíðaíþróttarinnar á Íslandi og vinna að eflingu hennar, hafa yfirumsjón með framkvæmd og stuðla að góðri samvinnu aðildarfélaga. Gefa út reglur um keppnir, hafa yfirumsjón með framkvæmd þeirra og sjá um útgáfu keppnisleyfa. 

Ferðafélag Íslands

Ferðafélag Íslands er áhugamannafélag um átta þúsund félagsmanna og hefur frá stofnun, árið 1927, unnið að margvíslegri þjónustu fyrir ferðamenn.

Tilgangur félagsins er að stuðla að ferðalögum á Íslandi og greiða fyrir þeim. Þetta gerir félagið meðal annars með skipulagningu fjölbreyttra ferða ásamt uppbyggingu og rekstri fjallaskála víða um land. Jafnframt með viðamiklu útgáfustarfi, merkingu gönguleiða og upplýsingagjöf.

BSRB

BSRB eru stærstu samtök opinberra starfsmanna á Íslandi. Öll stéttarfélög starfsmanna í almannaþjónustu hjá ríki, sveitarfélögum og á almennum vinnumarkaði geta orðið aðilar að BSRB. 

„Mikil áhersla var lögð á að nýr vefur BSRB væri stílhreinn og fallegur og gera fólki auðvelt að finna upplýsingar um bandalagið og aðildarfélög þess. Við vorum mjög ánægð með samstarfið með Stefnu. Öll samskipti voru fagleg og brugðist hratt og örugglega við athugasemdum. Lausnir sem þurfti að sérhanna eru einfaldar en skila sínu vel.

Allar áætlanir stóðust upp á tíu, bæði með tíma og kostnað. Það var afar ánægjulegt að vinna að nýja vefnum með vefhönnuðum Stefnu og við hlökkum til samstarfsins um rekstur hans næstu árin.“ 

Brjánn Jónasson
Kynningarfulltrúi BSRB

Aðrir vefir

í loftinu

1498904117-jgl3.jpg
vatnajokulsthjodgardur.is
large_ka-thor-sigur.jpg
ka.is
east.jpg
austurbru.is
Líkar þér við það sem þú sérð?
Hafðu samband