velvirk.is

Vefurinn er lendingarstaður fyrir vitundarvaktningu forvarnarverkefnis VIRK sem hefur það að markmiði að sporna við brotthvarfi af vinnumarkaði vegna álagstengdra einkenna.

„Síðan velvirk.is fór í loftið í desember 2018 en hún er hluti af forvarnarverkefni VIRK. Síðunni er ætlað að veita einstaklingum og stjórnendum upplýsingar um jafnvægi og vellíðan í einkalífi og starfi. Hvíta húsið sá um hönnun og ákveðið var að leita til Stefnu vegna fyrri reynslu af þjónustunni og kerfinu. Samstarf hefur gengið mjög vel og tímaáætlanir hafa staðist. Moya kerfið hentar vel fyrir þetta verkefni, það er þægilegt í notkun og auðvelt að bæta við efni.“

María Ammendrup, sérfræðingur

Landssamtök lífeyrissjóða

Landssamtök lífeyrissjóða hafa innan vébanda sinna 24 lífeyrissjóði sem í voru um 250 þúsund greiðandi sjóðfélagar í lok árs 2016. Allir lífeyrissjóðir landsins eru aðilar að samtökunum.

Landssamtök lífeyrissjóða höfðu í nokkurn tíma haldið úti fjórum vefsíðum sem gerði allt kynningarstarf óþarflega þungt í vöfum. Þetta voru vefsíða samtakanna sjálfra, vefsíðan Gott að vita, þar sem finna mátti svör við helstu spurningum fólks um lífeyrismál, vefsíðan Lífeyrisgáttin þar sem hægt er að kalla fram heildaryfirlit yfir réttindi í lífeyrissjóðum og vefsíðan Vefflugan sem hýsti rafrænt fréttabréf sem samtökin gáfu út um nokkurt skeið.

Stefna kom, sá og sigraði

Þegar ákvörðun var tekin um að reyna að einfalda upplýsingagjöfina leituðum við eftir samstarfi við nokkra aðila og völdum Stefnu, aðallega vegna hagstæðs verðs en einnig vegna þess hversu „heimilisleg“ þau virkuðu og opin fyrir nýjungum og tenging þeirra við landsbyggðina skipti líka máli. Það koma á daginn að við völdum vel. Allt samstarfið við Stefnu hefur verið til fyrirmyndar og þar á bæ eru vandamálin til að leysa þau. Ekkert vandamál er of stórt, sama hvar borið er niður, hvort sem er í High Charts fyrir línurit og hagtölur eðaMail Chimp fyrir fréttabréf. Málin eru einfaldlega leyst. 

Við erum mjög stolt af nýju síðunni okkar Lífeyrismál.is og það er gott að vita til þess að hér eru allir tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til að gera lífeyrismál eins aðgengileg almenningi og kostur er.

Rakel Fleckenstein Björnsdóttir
Verkefnastjóri

BSRB

BSRB eru stærstu samtök opinberra starfsmanna á Íslandi. Öll stéttarfélög starfsmanna í almannaþjónustu hjá ríki, sveitarfélögum og á almennum vinnumarkaði geta orðið aðilar að BSRB. 

„Mikil áhersla var lögð á að nýr vefur BSRB væri stílhreinn og fallegur og gera fólki auðvelt að finna upplýsingar um bandalagið og aðildarfélög þess. Við vorum mjög ánægð með samstarfið með Stefnu. Öll samskipti voru fagleg og brugðist hratt og örugglega við athugasemdum. Lausnir sem þurfti að sérhanna eru einfaldar en skila sínu vel.

Allar áætlanir stóðust upp á tíu, bæði með tíma og kostnað. Það var afar ánægjulegt að vinna að nýja vefnum með vefhönnuðum Stefnu og við hlökkum til samstarfsins um rekstur hans næstu árin.“ 

Brjánn Jónasson
Kynningarfulltrúi BSRB

VIRK Starfsendurhæfingarsjóður

Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa með árangursríkri starfsendurhæfingarþjónustu.

„Ég hef hvergi fengið betri þjónustu hjá hugbúnaðaraðila en ég hef fengið hjá Stefnu. Það er allt leyst um leið og maður hefur samband sem skiptir mig mjög miklu máli.

Það er mín upplifun að strákarnir í Stefnu standi við það sem þeir segja og fari ekki fram úr áætlunum. Auk þess finnst mér líka skipta máli að ég hef nánast aldrei þurft að gera athugasemdir við reikninga vegna auka vinnu – tímaskriftir eru sanngjarnar og réttar."

Vigdís Jónsdóttir,
Framkvæmdastjóri VIRK

Líkar þér við það sem þú sérð?
Hafðu samband