4. Fréttir í Moya

Fréttir eru oftar en ekki aðgengilegar á mörgum stöðum, til dæmis á forsíðunni á einu sniði og á fréttasíðunni með öðru sniði. Fréttakerfið sér um að halda utanum og búa til myndir í viðeigandi stærðum fyrir mismunandi birtingu.

Sjá leiðbeiningamyndband fyrir fréttaeiningu

Þú getur spilað leiðbeiningamyndbandið til að sjá hvernig fréttaeiningin virkar, athugaðu að þú getur alltaf ýtt á pásu, spólað til baka eða horft aftur á allt myndbandið. Hönnun þess er þannig að farið er frekar hratt yfir sögu.

Fréttir from Stefna Software on Vimeo

Hugað að hlutföllum fréttamynda

Hugað að hlutföllum fréttamynda

Á flestum síðum eru sömu hlutföll myndanna á forsíðu og fréttasíðu, en í öðrum tilvikum eru myndirnar í hlutföllunum 1:1 til dæmis á forsíðu. Það er ákvörðun sem er tekin í hönnunarferlinu en getur valdið því að myndirnar klippast ankannalega til.

Það er því gott að hafa þetta í huga þegar mynd er valin með frétt, að fréttaritari sé meðvitaður um hvernig myndin klippist til á viðkomandi vef.

Fréttamyndin klippist úr miðju

Fréttamyndin klippist úr miðju

Á þessum vef hentar til dæmis ekki að setja inn mynd sem er á langsniði (portrait sniði) nema þá að passað sé upp á að ekki klippist til dæmis höfuð af manneskju, sem er afar hvimleitt sjá dæmi um það hér til vinstri.

Fréttakerfið klippir alltaf úr miðju á myndum, þannig að sá hluti hennar sem er í miðjunni er yfirleitt öruggur hvað klippinguna varðar.

Þegar stök frétt er skoðuð birtist öll myndin í upprunalegum hlutföllum - oftast!

Nýrri frétt bætt við

Nýrri frétt bætt við

Það tekur ekki nema nokkrar sekúndur að bæta við frétt. Þegar músin er færð yfir “Fréttir” í stikunni efst birtist hlekkur til að bæta við frétt.

Þegar fyrirsögn og inngangur er ritaður er gott að hafa í huga hversu mikið pláss er á forsíðu fyrir hvort tveggja. Í sumum tilvikum eru langir titlar ekki leyfðir, heldur klippist af þeim. Gott er að hafa titilinn hnitmiðaðan og stuttan og innganginn lýsandi.

Í meginmáli fréttarinnar eru auðvitað engin lengdartakmörk og hægt er að rita textann beint inn í ritilinn eða líma úr öðrum ritli.

Stillingar fyrir frétt

Stillingar fyrir frétt

Í stillingum er valinn flokkur sem fréttin tilheyrir, sem getur haft áhrif á hvort hún birtist á forsíðunni eða ekki.

Hægt er að velja að tengja myndaalbúm við fréttina, stilla birtingu fram í tímann og láta hana detta sjálfkrafa útaf vefnum. Ef fréttin er fest verður hún áfram efsta fréttin þótt önnur nýrri komi inn, nema sú nýja sé líka fest með sama hætti.

SEO flipinn í fréttum

SEO flipinn í fréttum

Í SEO flipanum er hægt að stilla gildi fyrir leitarvélar og með póstlistaflipanum er hægt að senda fréttina á skráð netföng á póstlista kerfisins með viðeigandi sniðmáti.

Þennan möguleika er t.d. þægilegt að nýta til að láta aðra sem vinna með vefinn vita af því að fréttin sé komin inn, eða annan hóp eins og fjölmiðla, starfsmenn eða samstarfsaðila.