5. Auglýsingar og bannerar í Moya

Við smíðuðum sérstaka einingu sem heldur utanum efni svosem auglýsingaborða, bannera og annað sem er sérsniðið inn í útlitið.

Oftast er um að ræða myndir og texta sem fylgir myndunum.

Rétt er að hafa í huga að viðbætur í vafranum þínum eins og adblock geta haft áhrif á hvort einingin virkar.

Sjá leiðbeiningamyndband fyrir eininguna

Hér getur þú séð myndband sem útskýrir virkni einingarinnar.

Banner breytt

Banner breytt

Innskráður notandi getur breytt þessu efni, en eins og með annað efni er einfaldlega smellt á íkonið inni á viðeigandi síðu. Þannig breytir þú því efni sem er fyrir.

Til að eiga eldri útgáfu áfram - til að nota síðar - skaltu búa til nýja auglýsingu og skipta henni út. Þannig geturðu átt „lager“ af bannerum til að skipta út á fljótlegan hátt og halda þannig vefnum þínum lifandi með lítilli fyrirhöfn.

Allir bannerar skoðaðir

Allir bannerar skoðaðir

Þegar farið er inn í stikuna efst, undir “Fleiri einingar” og valið “Auglýsingar [5sek] sérðu allar auglýsingarnar sem hafa verið búnar til, hvort sem þær eru virkar á vefnum eða ekki. Þannig má líka sjá fjölda smella og leita eftir titli, auglýsingasvæði eða efnisflokki, séu efnisflokkarnir í notkun.

Þar má líka velja að raða auglýsingum. Þegar það er gert er fyrst valið auglýsingasvæðið sem á að raða innan, myndirnar dregnar til, en röðunin vistast samstundis.

Röðun auglýsinga í svæði

Röðun auglýsinga í svæði

Röðun á aðeins við ef svæðið er stillt þannig að myndirnar flettist, sem á ekki við um alla vefi.

Ef auglýsingarnar í tilteknu svæði birtast sem mismunandi kubbar, þá er fljótlegt að breyta röð þeirra með þessum hætti.

Eldri færsla afrituð - eða búin til ný

Eldri færsla afrituð - eða búin til ný

Þegar búa á til nýtt efni er það annað hvort búið til frá grunni, með því að smella á „Ný færsla“ eða auglýsing sem þegar er í kerfinu afrituð og unnið út frá henni. Það er gert með því að smella á örina hægra megin og velja þar „Afrita færslu“. Nýja færslan er alveg eins og sú gamla, en hlaða þarf upp nýrri mynd. Með þessu móti geymist texti og sniðmát hans, sem getur flýtt fyrir.

Ný auglýsing búin til

Ný auglýsing búin til

Nú skulum við búa til nýja auglýsingu. Fyrst er valið svæðið, en út frá svæðinu breytist stærð myndarinnar sem er hlaðið upp.

Best er að hafa titilinn lýsandi, ekki til dæmis Banner 1, Banner 2 og svo framvegis, mynd er hlaðið upp úr tölvunni og ef borðinn á að vísa á tiltekna síðu er slóð hennar sett inn í þann reit.

Hvernig myndin er valin

Hvernig myndin er valin

Hægt er að velja að stærð myndar verði EKKI breytt af kerfinu, en þá er EKKI víst að hún passi inn í svæðið sem henni er ætlað, sé þessi aðferð notuð er því mikilvægt að myndin sé unnin í rétta stærð áður en henni er hlaðið inn á vefinn.

Misjafnt er hvernig texti sem fylgir myndinni birtist, stundum fer hann ofaná myndina, stundum fyrir neðan, það fer eftir því hvernig útlitið á viðkomandi vef er skilgreint og sett upp. Stundum birtist enginn texti, jafnvel þótt hann sé ritaður inn hér.

Birting út frá dagsetningu

Birting út frá dagsetningu

Í birtingarflipanum er hægt að velja birtingartímabil og takmarka við fjölda smella, ef það á við.

Með þessum hætti er hægt að skipuleggja birtingar fram í tímann og þannig hafa vefinn lifandi án þess að snerta þurfi á honum.