7. Skráakerfi í Moya

Skráarkerfið í Moya heldur utanum myndir og skjöl sem notendur eiga að hafa aðgang að. Hægt er að hlaða inn beint úr textaritlinum til dæmis í síðum, fréttum eða viðburðum.

Sjá leiðbeiningamyndband fyrir skráarkerfið

Í myndbandinu er farið yfir virkni skráarkerfisins í Moya:

 

Skrár og möppur í Moya

Skrár og möppur í Moya

Skráarkerfið geymir skrárnar á gamla mátann, því möppurnar og skrárnar sjálfar hafa nöfn og sé nöfnum breytt eða skrárnar færðar til hætta þær að vera aðgengilegar á vefnum nema vísuninni í þær sé breytt með viðeigandi hætti á viðeigandi stað.

Velja má möppu úr trénu vinstra megin og birtist innihald hverrar möppu hægra megin.

Myndasafnið, myndir með fréttum og viðburðum

Myndasafnið, myndir með fréttum og viðburðum

Þess má geta að myndir sem settar eru í myndasafnið eða tengdar við fréttir eru ekki vistaðar í skráakerfinu en þeim er vitaskuld hægt að hlaða hér inn eins og hverja aðra skrá.

Aðgerðarstika skráakerfisins

Aðgerðarstika skráakerfisins

Í stiku skráarkerfisins má bæta við möppu eða hlaða inn nýju skjali.

Með ruslatunnunni má eyða skjali, blýanturinn er til að gefa skjalinu annað nafn og augað birtir skjalið ef um mynd er að ræða, en einnig er hægt að tvísmella á myndir til að skoða þær.

Í stikunni má líka breyta yfirlitinu í lista eða aftur í íkon. Séu skjölin birt í lista má skjá stærð á hverri möppu og skjali og hvenær þeim var hlaðið upp.

Aðgerðarlisti við hverja skrá

Aðgerðarlisti við hverja skrá

Með því að velja skjalið með hægri músarhnappinum (eða með ctrl-smelli í sumum tölvum) er hægt að opna lista af aðgerðum.

Mikilvægasta aðgerðin þar sem ekki er líka í stikunni er til að endurvinna myndastærð en með henni má breyta stærð myndarinnar í pixlum svo hún passi betur á vefinn.

Afrita fyrst, minnka svo

Afrita fyrst, minnka svo

Ef minnka á mynd er ágætt að hafa í huga að gott getur verið að eiga afrit af myndinni í upprunalegri stærð, en ef þú átt afrit af henni í tölvunni þinni eða annars staðar skiptir þetta minna máli.

Ný stærð myndar

Ný stærð myndar

Þegar myndastærð er breytt er hægt að velja breidd og hæð í pixlum, en gott er að búa sér til reglu um hvaða breidd hentar á undirsíðu, svo útlit á síðum sé samræmt eins og kostur er.

Einnig er þægileg vinnuregla að láta nafn myndarinnar vera breiddina, t.d. nordurljos-450.jpg, þá getur ritstjóri strax séð hvaða stærð hentar ef myndin er notuð aftur.

Myndin er alltaf smækkuð í réttum hlutföllum, ekki er mælt með því að stækka myndina með þessum hætti.

Vísað í stærri mynd (opnast í popup)

Vísað í stærri mynd (opnast í popup)

Ef vísa á í stærri útgáfu af myndinni má afrita myndina fyrst, smækka hana svo og vísa svo í stærri útgáfu með þessum hætti:

  1. Hlekkur settur á myndina með vísun í stóru útgáfuna (sér skrá í skráarkerfinu).
  2. Í klasa er valinn "fancybox" sem gerir virkan sprettiglugga á myndinni.

Breidd á mynd sem vísað er í stóra ætti ekki að vera meiri en sem nemur stærstu skjáum, t.d. 1900 dílar (miðað við full-HD skjái).