8. Myndasafn og albúm þess í Moya

Myndasafnið er öflug eining sem heldur utanum myndir og myndaalbúm. Þegar myndum er hlaðið inn eru þær settar inn í eitt af núverandi albúmum eða nýtt albúm búið til.

Sjá leiðbeiningamyndband fyrir myndasafn

Hér má sjá leiðbeiningamyndband sem lýsir virkni myndasafna og albúma í Moya: 

Myndasafn inniheldur eitt eða fleiri albúm

Myndasafn inniheldur eitt eða fleiri albúm

Þegar myndum er hlaðið inn eru þær settar inn í eitt af núverandi albúmum eða nýtt albúm búið til.

Hvert albúm getur svo tilheyrt einu eða fleiri myndasöfnum.

Til dæmis gætu albúmin rándýr annars vegar og húsdýr hins vegar tilheyrt myndasafninu Dýrasafn.

 

Myndasafn eða albúm tengt í veftré

Myndasafn eða albúm tengt í veftré

Myndasafn, sem inniheldur eitt eða fleiri albúm, er svo tengt inn í veftréð svo albúm þess verði sýnileg notendum.

Stök myndaalbúm er líka hægt að tengja við annað efni, til dæmis tiltekna frétt eða viðburð.

Nýjum myndum hlaðið upp

Nýjum myndum hlaðið upp

Það er einfalt að hlaða upp nýjum myndum. Músin færð yfir myndasafn í stjórnstikunni og þar er smellt á “Ný mynd” ef myndirnar eiga að fara inn í myndaalbúm sem þegar er til í kerfinu. Ef búa á til nýtt albúm er einfaldlega valinn hlekkurinn fyrir neðan; „Nýtt albúm“.

Fyrir nýtt albúm er valið nafn og hægt að stilla til dæmis fjölda mynda á hverri síðu í yfirlitinu, skrifa lýsingu og hér má líka velja hvaða myndasafni albúmið tilheyrir.

Myndirnar smækka í samræmi við hönnun

Myndirnar smækka í samræmi við hönnun

Í báðum tilvikum er smellt á hnappinn “Velja myndir” og þá velur þú myndirnar í tölvunni þinni og þeim er svo hlaðið inn í kerfið. Við upphalið eru myndirnar smækkaðar eftir þeim skilgreiningum sem tilheyra vefnum.

Þú þarft því ekkert að hugsa um stærðina, annað en að þær séu í nægilegri upplausn, þ.e.a.s. ekki of smáar.

Lýsigögn mynda stillt eftir upphal

Lýsigögn mynda stillt eftir upphal

Þegar upphalinu er lokið birtist yfirlit mynda til að skrifa inn titil, lýsingu og merkja þær lykilorði eða lykilorðum, en þannig segir þú leitarvélinni á vefnum af hverju myndin er.

Allar myndirnar í viðkomandi safni birtast á sömu síðu og því er fljótlegt að stilla nafn, lýsingu, leitarorð og hvort myndi eigi að vera virk í albúminu.

Aðgerðir fyrir söfn, albúm og myndir.

Aðgerðir fyrir söfn, albúm og myndir.

Til að breyta myndum, albúmum eða söfnum er fyrst farið inn í stjórnborð myndasafnsins með því að smella á Myndasafn í stikunni. Þar er hægt að skoða allar myndir og leita í þeim, skoða albúmin og vinna með myndir í þeim og loks stilla myndasöfn og hvaða albúm tilheyra hverju safni.

Í yfirliti allra mynda er hægt að leita að og velja mynd til að breyta eða eyða.

Aðgerðir fyrir albúm

Aðgerðir fyrir albúm

Þegar komið er inn í yfirlit albúma er hægt að velja fjölda aðgerða við hvert albúm. Þær eru aðgengilegar í örinni lengst til hægri í listanum.

Hægt er að breyta stillingum eða skoða albúmið, hlaða inn nýjum myndum eða breyta titlum og lýsingum, breyta röð myndanna, velja aðalmyndina, en þannig velur þú hvaða mynd birtist fyrir albúmið í myndasafninu, hægt er að endurvinna stærðir mynda eða eyða albúminu.

Myndasafni bætt í veftré

Myndasafni bætt í veftré

Það er einfalt að bæta myndasafni inn í veftréð. Undir “Veftré” í stikunni er valið “Bæta í veftré”, þar er valin tegundin Myndasafn og úr listanum sem þar birtist er valið sjálft myndasafnið og því fundinn staður í veftrénu.

Ef setja á inn hlekk í eitt albúm í myndasafninu má gera það með því að færa inn viðeigandi stillibreytur undir "Stillingar" flipanum í eigindum síðunnar í veftré.