9. Viðburðadagatal í Moya

Viðburðir eru tengdir við dagsetningu og tíma og getur viðburður spannað marga daga eða vikur eftir því sem við á. Hægt er að stilla endurtekningu viðburðar vikulega eða mánaðarlega og margt fleira.

Sjá leiðbeiningamyndband fyrir viðburðardagatal

Hér má sjá lýsingu á virkni viðburðardagatalsins í Moya:

Viðburðir í Moya

Viðburðir í Moya

Viðburði má birta í lista, en slíkt er oft gert á forsíðu öðrum síðum, til dæmis í samhengi við efnisflokk eða málefni.

Á dagatali er hægt að skoða viðburði eftir flokkum og velja að birta eða fela tiltekna flokka.

Lýsigögn viðburðar

Lýsigögn viðburðar

Viðburðinn má þannig tengja við flokka svo hann birtist á réttan hátt. Reitina fyrir viðburð má sérsníða eftir þörfum, til dæmis fyrir verð, lengd viðburðarins (sem rita má á því formi sem hentar,  t.d. klukkustundum eða dögum), hvar viðburðurinn er haldinn, slóð á öðrum vef og lýsingu viðburðarins.

Við höfum einnig tengt viðburðardagatal við önnur kerfi, svosem midi.is eða tix.is ef þess er óskað og þá má sækja upplýsingar sjálfkrafa út frá skráningunni þar.

Viðburði bætt við

Viðburði bætt við

Til að búa til nýjan viðburð er Dagatal valið undir “Aðrar einingar” í stikunni. Eins og í öðrum einingum er sáraeinfalt að bæta við nýjum viðburði fylla inn í viðeigandi reiti og vista.

Þegar vistað er má velja eina eða fleiri mynd sem á að fylgja.

Endurteknir viðburðir

Endurteknir viðburðir

Ef valið er að viðburðurinn sé endurtekinn vikulega eða mánaðarlega eru búnar til færslur fyrir hverja af endurtekningunum og því hægt að breyta upplýsingum ef til dæmis önnur dagskrá er í næstu viku.