kefhfhi_gallery_receparea02.jpg

Hilton Reykjavík Nordica er eitt glæsilegasta hótel landsins og er hluti af Icelandair Hotels fjölskyldunni. Hilton Reykjavík Nordica leggur  mikla áherslu á að vanda til verka og bjóða ætíð fyrsta flokks þjónustu í gistingu, mat og drykk.

Vefsvæðið þeirra - hiltonreykjavik.com - var tekið í endurhönnun hjá okkur í Stefnu á dögunum og sett upp í nýjustu útgáfunni af vefumsjónarkerfinu okkar, Moya. Vefurinn er með lóðrétta aðalvalmynd og sker sig því nokkuð frá flestum þeim vefjum sem finna má á vefnum. Viðbrögðin við vefnum hafa verið mjög góð og við erum afar sátt við þessa nýjustu afurð úr Stefnu-smiðjunni. 

Kíkið á vefinn á slóðinnihiltonreykjavik.com

  • hilton-reykjavik-nordica-central-reykjavik-hotel.jpg

Til baka: Ferðaþjónusta

Bakgrunnur

Fleiri verkefni

shutterstock_713573206.jpg

„Árið 2018 fórum við af stað í að endurnýja heimasíðuna okkar. Við ákváðum að ganga til samninga við Stefnu og erum við einstaklega ánægð með þá ákvörðun. Strax frá byrjun hefur starfsfólk Stefnu lagt sig fram við að koma til móts við okkar hugmyndir sem og komið með góðar lausnir varðandi útlit og úrvinnslu.

Vefumsjónarkerfið Moya er þægilegt í notkun og auðvelt að læra á það. Öll þjónusta er til fyrirmyndar og spurningum er svarað fljótt og fagmannlega hvort sem það er í gegnum þjónustuborðið eða tölvupóst.“

Árný Lára Karvelsdóttir
Markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra

Líkar þér við það sem þú sérð?
Hafðu samband