sumar2011-024.jpg

Akureyrarbær er fjórða fjölmennasta sveitarfélag Íslands og það fjölmennasta utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrir utan hið eiginlega bæjarland Akureyrar í botni Eyjafjarðar eru eyjarnar Grímsey og Hrísey einnig innan vébanda sveitarfélagsins.

„Það hefur margt breyst hjá okkur til batnaðar eftir að við hófum að nota Moya vefumsjónarkerfið frá Stefnu. Heimasíðurnar okkar voru allar teknar til endurskoðunar þegar við skiptum yfir í Moya og í kjölfarið hlutum við viðurkenningu fyrir að vera með besta sveitarfélagavefinn árið 2011.

Sú þjónusta sem Stefna veitir okkur er öll til fyrirmyndar, hlutirnir gerast yfirleitt hratt og örugglega, kostnaður við umsjón og utanumhald hefur lækkað og síðast en ekki síst þá er fólkið sem sér um að setja efni inn að vefina miklu meira sjálfbjarga – þetta kerfi er mun notendavænna en það sem við reiddum okkur á áður. Ég held mér sé því óhætt að gefa Moya mín bestu meðmæli.“

Ragnar Hólm Ragnarsson, 
vefstjóri Akureyrarbæjar

Það var okkur mikil ánægja að vinna að vef heimabæjarins, þar sem Stefna hefur starfað frá 2003. Ekki var það síður ánægjulegt þegar afkvæmi þessarar miklu og metnaðarfullu vinnu með starfsfólki bæjarins hlaut náð fyrir augum dómnefndar og var vefurinn verðlaunaður sem besti sveitarfélagavefurinn í úttekt Innanríkisráðuneytisins 2011.

Besti sveitarfélagavefurinn 2011

Í umsögn dómnefndar sagði: „Aðgengi upplýsinga á akureyri.is er til fyrirmyndar. Forsíða gefur gott yfirlit um innihald hans og uppsetning er skýr og skilmerkileg. Leitarniðurstöður eru sérlega skipulega framsettar. Vefurinn er vel tengdur við aðra starfsemi í bænum sem eykur gildi hans verulega. Útlitshönnun vefsins er nýstárleg, stílhrein, skipulögð og einstaklega falleg. Samspil mynda og efnisflokks mjög vel unnið. Viðmót vefsins er hlýlegt og þægilegt. “

  • akureyri-oll-lifsins-gaedi.jpg
Líkar þér við það sem þú sérð?
Hafðu samband