akureyribackpackersin.jpg

Akureyri Backpackers er hostel eða gistiheimili með áherslu á hagkvæma gistingu og líflegt umhverfi. Ef þú ert að leita þér af vinalegri og hagkvæmri gistingu í hjarta Akureyrar þá mælum við með að þú kannir Akureyri Backpackers.

Stefna hefur frá upphafi okkar samstarfs staðið undir væntingum. Markmiðið var að hafa vefinn tímalausann enda lítill tími til stanslausra uppfærslna. Ég held að þetta hafi tekist mjög vel og að vefurinn sé aðgengilegur og skili sínu hlutverki vel.

Það sem skiptir jafnframt miklu máli er sú hjálp sem ég fæ í þjónustuverinu en þar er starfsfólkið lipurt og gefur sér tíma til að leysa úr þeim vandamálum eða spurningum sem upp koma.

Geir Gíslason
Eigandi Akureyri Backpackers

Vefurinn er með tvíþætt hlutverk. Annars vega að kynna gistiaðstöðuna og gefa færi á að bóka og hins vegar að kynna viðburði og ferðir. Gistibókun notast við 3rd party bókunarkerfi sem er fellt in í vef. Útlit bókunarvélar var stílað sérstaklega til þannig að það falli inn í það útlit sem Stefna hannaði fyrir Akureyri Backpackers. Aðal tungumál vefsins er enska og er tenging við samfélagsmiðla í gegnum "Share This" auk Facebook Like og Google plus deilingar. "Share this" býður upp á deilingu efnis á alla helstu samfélagsmiðla sem eru í gangi í dag.

  • akpack.png
  • akpackbook.png
Líkar þér við það sem þú sérð?
Hafðu samband