shutterstock_389329300.jpg

Ferðamálastofa er fagstofnun atvinnuvega‐  og nýsköpunarráðuneytisins á sviði ferðamála. Meðal hlutverka hennar er að framkvæma markaða ferðamálastefnu og fara með þróunar‐, gæða‐  og skipulagsmál ferðaþjónustunnar. Stofnunin og starfsfólk hennar taka hlutverk sitt alvarlega og hafa unnið ötullega að verkefnum sem ætlað er að styðja við sjálfbæra, faglega og jákvæða þróun atvinnugreinarinnar til framtíðar

„Ég hef langa reynslu af vinnu með ýmsum vefumsjónarkerfum og vefstofum. Þar skiptir mestu þekking og hæfni þess starfsfólks sem maður á viðskipti við. Ég gef starfsfólki Stefnu fyrstu einkunn fyrir afbragðs þjónustu og öguð vinnubrögð.“

Halldór Arinbjarnarson
Upplýsingastjóri

Nýr vefur Ferðamálastofu tekur mið af nýjum áherslum og skarpari fókus í framsetningu á forsíðu. Á vefnum er viðamikil upplýsingaveita um hlutverk og starfsemi stofnunarinnar. Gæðaeftirlit, rannsóknir og upplýsingaöflun Ferðamálastofu eru gerð góð skil, en þess má geta að við hönnuðum einnig og forrituðum gæða- og umhverfiskerfi íslensku ferðaþjónustunnar, sem nefnist VAKINN.

Líkar þér við það sem þú sérð?
Hafðu samband