1418133592-forsidubanner7.jpg

Sveitarfélagið Fjallabyggð varð til við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar árið 2006. Í Fjallabyggð búa um 2000 manns. Héðinsfjarðargöng tengja saman þessi tvö byggðarlög, en þau voru vígð 2. október 2010.

„Við völdum Moya vefumsjónarkerfið meðal annars vegna notendavæns viðmóts og mikilla möguleika á viðbótum. Kerfið hefur staðið undir öllum okkar væntingum og þjónustan hefur farið fram úr björtustu vonum. Starfsmenn Stefnu hafa unnið hratt og vel að breytingum og þróun á virkni sem við höfum beðið um. Við höfum verið ánægð og sátt við val okkar á kerfi og samvinnuna við Stefnu frá upphafi.“

Jón Hrói Finnsson,
þróunarstjóri

Á dögunum opnaði sveitarfélagið Fjallabyggð nýjan upplýsinga- og þjónustuvef - fjallabyggd.is - til að bæta enn þjónustuna við íbúa Fjallabyggðar. 

Vefurinn er afrakstur af samvinnu starfsfólks sveitarfélagsins og starfsfólks Stefnu undanfarnar vikur og hefur hann ýmislegt til að bera sem prýða skal góðan sveitarfélagsvef.

Helst skal þar nefna:

  • Vefurinn er snjall þ.e.a.s. hann er hannaður og settur upp til að aðlaga sig að skjástærð svo auðvelt sé að nýta sér hann í spjaldtölvum og snjallsímum.
  • Endurgjöf notenda: Á öllum síðum vefsins er hægt að gera athugasemd við efni, bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt. Á þann hátt verður það sameiginlegt átak stjórnenda og notenda vefsins að viðhalda því sem þar kemur fram.
  • Aðgengi: Með kaupum á þjónustu hjá stillingar.is er komið til móts við fólk sem á erfitt með að lesa t.d. vegna lesblindu eða sjónskerðingar. Að auki er hægt að stækka og minnka letur vefsins.
  • Góð flokkun efnis og skýr yfirsýn yfir síður vefsins í valmynd.

Við hjá Stefnu óskum starfsfólki og íbúum sveitarfélagsins Fjallabyggðar innilega til hamingju með nýjan vef og vonum að hann eigi eftir að nýtast þeim vel. 

  • fjallabyggd.jpg
Líkar þér við það sem þú sérð?
Hafðu samband