uy.jpg

Fyrirtækið Gæðabakstur var stofnað árið 1993 og í fyrstu einskorðaðist framleiðslan við kleinur og ameríska kleinuhringi í 68m2 húsnæði. Síðan þá hefur fyrirtækið vaxið mikið og er nú orðið eitt af leiðandi fyrirtækjum í brauðgerð á Íslandi með yfir 120 starfsmenn. Mörg fyrirtæki hafa auk þess sameinast Gæðabakstri t.d. Breiðholtsbakarí, Ömmubakstur, Ragnarsbakarí og Ekta brauð. Gæðabakstur er í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi 2012 og 2013. 

„Stefna gerði nýja heimasíðu fyrir okkur hjá Gæðabakstri og Ömmubakstri. Við erum ótrúlega ánægð með útkomuna og einnig framúrskarandi þjónustu sem við fengum með allar sérþarfir osfrv. Moya kerfið er einfalt og þægilegt í notkun og lítið mál að uppfæra eftir þörfum. Áherslan og markmiðið með vefnum var að hann ætti að auðvelda viðskiptavinum okkar að leita sér upplýsinga um vörurnar. Fyrir hverja vöru finnur þú lýsingu á vörunni, næringarinnihald, næringartöflu, ofnæmisvalda og hvernig er best að geyma vöruna. 

Þetta var mikil vinna og ótrúlega þægilegt að eiga í samskiptum við Stefnu-menn!“

Viktor Sigurðsson
Markaðsstjóri

Á nýjum vef Gæðabaksturs er hægt að nálgast upplýsingar um allar þeirra vörur og þjónustu ásamt ýmsum fróðleiksmolum og uppskriftum. 

Vefurinn er að sjálfsögðu settur upp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

  • gaedabakstur-ommubakstur-bakari.jpg
  • matbraud-gaedabakstur-ommubakstur.jpg
  • baendabraud-plotubraud-gaedabakstur-ommubakstur.jpg
Líkar þér við það sem þú sérð?
Hafðu samband