rnb-baejarmerki.jpg

Í Reykjanesbæ búa nú um 15 þúsund íbúar á landsvæði sem nær frá norðurmörkum Keflavíkur og út á Reykjanestá. Sveitarfélagið varð til við sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna 11. júní 1994.

„Þegar kom að því að endurnýja vef Reykjanesbæjar var grundvallaratriði að vefurinn væri skilvirkur og einfaldur í notkun. Starfsfólk Stefnu kom strax með góðar lausnir og úrvinnslu á hugmyndum sem höfðu verið unnar í undirbúningsferlinu. Allar lagfæringar sem hefur þurft að gera hafa gengið fljótt fyrir sig og starfsmenn á þjónustuborði er einstaklega lipurt og fagmannlegt í allri þjónustu og með skjóta svörun.“

Svanhildur Eiríksdóttir
Verkefnastjóri upplýsinga- og kynningarmála

Við höfum átt frábært samstarf við starfsfólk Reykjanesbæjar við að skipuleggja, hanna og setja upp nýjan vef fyrirtækisins. Eins og í flestum öðrum sambærilegum verkefnum er efnisvinnslan að fullu í höndum starfsfólks sveitarfélagsins.

Nýr vefur Reykjanesbæjar endurspeglar metnað þess gagnvart öflugri þjónustu við íbúa, áherslu á lýðræði, virka þátttöku íbúanna og kynningu á þeim lífsgæðum sem svæðið býður upp á.

Við höfum áður unnið með Markaðsstofu Reykjaness að VisitReykjanes.is, söfnum Reykjanesbæjar að upplýsingavef þeirra og öflugum aðilum innan sveitarfélagsins á borð við Keili.

Þá settum við upp á dögunum sérstakan vef með sögum af Reykjanesi í samstarfi við Markaðsstofu Reykjaness þar sem áhersla er á að segja jákvæðar og uppbyggjandi sögur af mannlífi á Reykjanesi.

  • upplysingavefur-sveitarfelagsins-reykjanesbaejar2.png
  • skolathjonusta-upplysingavefur-sveitarfelagsins-reykjanesbaejar2.png
  • multicultural-town-upplysingavefur-sveitarfelagsins-reykjanesbaejar2.png
Líkar þér við það sem þú sérð?
Hafðu samband