af_bjolfi.jpg

Seyðisfjarðarbær liggur innst í hinum fallega Seyðisfirði og þaðan eru skemmtilegar gönguleiðir til nærliggjandi fjarða. Á Seyðisfirði geturðu átt á hættu að elska, skemmta þér látlaust, finna þig, verða fyrir hughrifum, dansa eða liggja látlaust og sleikja sólina.

„Seyðisfjarðarkaupstaður samdi við Stefnu um hönnun nýrrar vefsíðu fyrir kaupstaðinn haust 2015. Vefumsjónarkerfið Moya er bæði auðvelt og þægilegt í notkun, en einnig er lipurt að byggja upp nýjan vef þar frá grunni.

Starfsfólk Stefnu fær einnig afar góða einkunn, hvað varðar framkomu, þægindi, lipurð, fagmennsku og að vera ávallt tilbúið að finna bestu mögulegu lausn hverju sinni. Það er einnig gott að finna að fyrirtækið hefur metnað fyrir því að hlutirnir líti vel út og að öll verkefni hafi sín sérkenni.“

Eva Jónudóttir
vefsíðustjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar

Miðbær

Undanfarna mánuði höfum við unnið að hönnun og uppsetningu á nýjum vef Seyðisfjarðarkaupstaðar. Með nýja vefnum verður gjörbylting í upplýsingaveitu til bæjarbúa, Seyðfirðinga nær og fjær og landsmanna allra. Vefurinn er búinn öflugri leitarvél sem m.a. leitar í öllu innihaldi PDF skjala, fundargerðir eru aðgengilegri en áður, sem og gjaldskrárupplýsingar.

Á Seyðisfirði hefur skapast skemmtileg hefð að bæjarstjóri heimsækir nýfædda Seyðfirðinga og færir þeim gjöf frá kaupstaðnum og á vefnum má finna myndir af þessum heimsóknum.

Vefurinn er jafnframt búinn viðburðardagatali, fréttaveitu, myndasöfnum og umsóknum um þjónustu. Sérstaklega var hugað að undirbúningi við verkefnið og vandað til verka. Sigurjón Ólafsson hjá Fúnksjón vefráðgjöf kom að málum áður en verkefnið kom til okkar í Stefnu, sem er alltaf góðs viti!

Kíktu á nýjan vef Seyðisfjarðar! Hann fór í loftið á hádegi 1. maí, 2016.

Tvísöngur, hljóðskúlptúr.

  • seydisfjardarkaupstadur.jpg
  • dagskra-helgarinnar-seydisfjardarkaupstadur.jpg
  • bokasafn-seydisfjardarkaupstadur.jpg
  • myndasofn-seydisfjardarkaupstadur.jpg
Líkar þér við það sem þú sérð?
Hafðu samband