dalvik-4-promens-71.jpg

SÆPLAST er leiðandi fyrirtæki í heiminum í hönnun og framleiðslu á tvöföldum einangruðum kerum og þreföldum sérstyrktum PE kerum og brettum sem notuð eru í matvælaframleiðslu og í endurvinnsluiðnaði.

Nýr vefur Sæplasts er kominn í loftið, en í raun er um að ræða nokkra vefi, því markaðssvæði Sæplasts um allan heim fá sérstakan vef. Einnig er vefurinn tengdur við mismunandi vöruhús, svo rétt vöruúrval sé sýnt fyrir hvert svæði út frá birgðastöðu í vöruhúsi.

Nýr vefur markar endurkomu Sæplasts vörumerkisins og lögð áhersla á rótgróið vörumerki, en félagið gekk áður undir nafninu Promens. Sæplast er í eigu breska fyrirtækisins RPC Group, sem meðal annars framleiðir umbúðir fyrir Heinz tómatsósu og Nivea sólaráburð.

Kíktu á nýjan vef Sæplasts!

  • saeplast.jpg
  • sterkustu-kerin-saeplast.jpg
  • til-sjos-saeplast.jpg

Til baka: Stærri fyrirtæki

Bakgrunnur

Fleiri verkefni

shutterstock_713573206.jpg

„Árið 2018 fórum við af stað í að endurnýja heimasíðuna okkar. Við ákváðum að ganga til samninga við Stefnu og erum við einstaklega ánægð með þá ákvörðun. Strax frá byrjun hefur starfsfólk Stefnu lagt sig fram við að koma til móts við okkar hugmyndir sem og komið með góðar lausnir varðandi útlit og úrvinnslu.

Vefumsjónarkerfið Moya er þægilegt í notkun og auðvelt að læra á það. Öll þjónusta er til fyrirmyndar og spurningum er svarað fljótt og fagmannlega hvort sem það er í gegnum þjónustuborðið eða tölvupóst.“

Árný Lára Karvelsdóttir
Markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra

Líkar þér við það sem þú sérð?
Hafðu samband