1546606237-veggjaldbanner.jpg

Markmið veggjald.is er innheimta veggjalda fyrir Vaðlaheiðargöng. Vefurinn hefur það sem meginmarkmið að auðvelda almenningi og öðrum notendum að skilja verðskrána, skrá ökutæki, greiðslukort og framkvæma kaup á stökum ferðum eða afsláttarferðum, eftir því sem hentar hverjum og einum.

Strax í upphafi var tekin ákvörðun um að ekki yrði mönnun við munna gangnanna á sama hátt og við Hvalfjarðargöng. Því var leitað leiða til að nýta sams konar tækni og sett hefur verið upp víða annars staðar í heiminum til gjaldtöku fyrir notkun jarðgangna.

Vefurinn er viðmót á viðamikið kerfi sem fær bílnúmeragögn úr myndavélum við og inni í gögnunum, sem er grunnur að gjaldtökunni. Notendur geta greitt fyrir notkun með stkum ferðum, en skýrir valkostir eru til að lækka gjald á hverja ferð með kaupum á afsláttarferðum.

Upphaf gangnagerðar

Vefurinn er hannaður með skýra leið fyrir notendur að fara í nýskráningu, greiðsla stakra ferða eða innskráningu. Sérstök áhersla er lögð á framsetningu gjaldskrár og voru notendaprófanir framkvæmdar á ýmsum stigum verkefnisins, jafnt í appi, tölvu og á farsímavef.

Ný nálgun í þessu verkefni krefst þess að viðmótið skýri vel út nálgunina á gjaldtöku fyrir notendum, aðgengi að nýskráningu þarf að vera snuðrulaus og notendaviðmót fumlaust í meðförum jafnt í farsíma sem á tölvu. Einnig má gera ráð fyrir að notendahópur sé á ýmsum aldri, því göngin eru hluti af þjóðvegi 1 og því notendahópurinn í raun öll þjóðin, auk ferðamanna.

Til baka: Stærri fyrirtæki

Líkar þér við það sem þú sérð?
Hafðu samband