adalskipulaga_gg-25.jpg

Við sameiningu sveitarfélaga 2004 varð Fljótsdalshérað til, víðfeðmasta sveitarfélag  landsins, sem er um 8.884 ferkílómetrar að flatarmáli. Fjölbreytileiki svæðisins er mikill, allt frá sjó og inn til jökla. Frá svörtum Héraðssöndum um skógi vaxið Mið-Héraðið og allt inn til Vesturöræfanna þar sem Vatnajökull og Kverkfjöll taka síðan við í allri sinni dýrð.

Vefur Fljótsdalshéraðs skartar fjölmörgum einingum sem henta vel til öflugrar upplýsingagjafar fyrir íbúa, fyrirtæki og gesti þess. Þar má nálgast upptökur af bæjarstjórnarfundum og kynna sér þjónustu sveitarfélagsins. Öflug fréttaveita er á vefnum og að auki yfirlit viðburða, veðurgátt og að auki geta notendur sagt álit sitt á hverri síðu.

Í upptöku af 239. fundi bæjarstjórnar 1. júní 2016 má sjá þegar vefurinn var opnaður (krefst Microsoft Silverlight). Að auki höfum við sett upp vefinn VisitEgilsstaðir.is sem er sérstaklega ætlaður ferðalöngum, þá höfum við sett upp nokkra vefi fyrir skóla á svæðinu og samstarfið því á gömlum grunni þótt vefur sveitarfélagsins sé nýjasta afurð þess.

  • fljotsdalsherad.jpg
  • fljotsdalsherad-menu.jpg
  • fljotsdalsherad-fljotsdalsherad.jpg
  • sorphirda-fljotsdalsherad.jpg

Til baka: Opinberir vefir

Bakgrunnur

Fleiri verkefni

shutterstock_713573206.jpg

„Árið 2018 fórum við af stað í að endurnýja heimasíðuna okkar. Við ákváðum að ganga til samninga við Stefnu og erum við einstaklega ánægð með þá ákvörðun. Strax frá byrjun hefur starfsfólk Stefnu lagt sig fram við að koma til móts við okkar hugmyndir sem og komið með góðar lausnir varðandi útlit og úrvinnslu.

Vefumsjónarkerfið Moya er þægilegt í notkun og auðvelt að læra á það. Öll þjónusta er til fyrirmyndar og spurningum er svarað fljótt og fagmannlega hvort sem það er í gegnum þjónustuborðið eða tölvupóst.“

Árný Lára Karvelsdóttir
Markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra

Líkar þér við það sem þú sérð?
Hafðu samband