580353.jpg

Saffran býður upp á heilsusamlegan, alþjóðlegan, ferskan og framandi mat sem kryddar sál þína og líkama. Allt brauð er bakað á staðnum til þess að tryggja gæði og ferskleika. Einnig er boðið upp á svaladrykki, smúðinga, sósur og krydd til matargerðar. Saffran býður hópmatseðla og samlokubakka sem smellpassa í veisluna þína.

Við smíðuðum vef og app fyrir Saffran, eitt metnaðarfyllsta og um leið skemmtilegasta verkefnið okkar hingað til. Við byggjum á góðu samstarfi við FoodCo, en við höfum séð um vef- og appmálin fyrir Greifann um árabil.

  • saffran-vefskot.png

Til baka: Veitingastaðir

Líkar þér við það sem þú sérð?
Hafðu samband