2. Leiðbeiningar fyrir veftré

Veftréð í MOYA sér um að passa upp á leiðarkerfið og skipulag á efninu.

Sjá leiðbeiningamyndband fyrir veftré

Spilaðu myndbandið til að sjá leiðbeiningar um notkun veftrésins í Moya.

Veftréð heldur utanum leiðakerfið

Veftréð heldur utanum leiðakerfið

Ekki þarf að bæta við í veftréð hverju einasta efni sem er búið til, því fréttirnar, myndaalbúm og margt fleira verður til sjálfkrafa á viðeigandi undirslóðum. Viðeigandi einingu er bætt inn í veftré og svo verða undirsíður þessara eininga til sjálfkrafa, til dæmis þegar nýrri frétt er bætt við.

Bæta við tengli í veftré

Bæta við tengli í veftré

Það er einfalt að bæta í veftréð, smellt er á hnappinn eða valið úr stikunni:

Fyrst er valinn Nafn sem er það sem birtist í leiðakerfinu - valmyndinni, tegund er valin, til dæmis er hér vísað í síðuefni sem var búið til og hægt að velja úr öllu því efni sem þegar hefur verið búið til.

Yfirslóð segir til um staðinn í veftrénu, til dæmis í fyrsta stigs valmynd eða undir öðru atriði. Aðra eiginleika er ekki nauðsynlegt að stilla, þeir fyllast út sjálfkrafa eða má bæta við á seinni stigum.

Veftréð opnað

Veftréð opnað

Til að skoða veftréð er smellt á samnefndan hlekk í stikunni, þá kemur upp listi af öllu sem er í veftrénu fyrir viðkomandi vefsvæði. Það sem er í veftrénu inniheldur vísun í síðuefni, eyðublað eða einingu á borð við fréttir, myndasafn eða hlekk út af vefnum.

Íkonin gefa vísbendingu um hvað um er að ræða og skáletrað efni er ekki í birtingu og er því ekki sýnilegt í leiðakerfinu, en hægt að vísa í það með viðeigandi slóð.

Vísanir í mismunandi efni

Vísanir í mismunandi efni

Hérna má sjá að Fréttir er vísun í fréttaeininguna, Myndir af Íslandi vísar í myndaalbúm, Leiðbeiningar vísa á myndbönd og tengillinn Verkefnamappan vísar á síðu á öðrum vef; stefna.is.

Stillingar

Stillingar

Þegar ég skoða eigindi þess sem er í veftrénu get ég til dæmis breytt kenninafninu, en það segir til um slóðina, eða url-ið, inn á viðeigandi síðu.

Inn á mörgum vefjum er möguleiki að raða kubbum inn á síður, það er gert héðan úr veftrénu í viðeigandi flipa. Mögulegir kubbar eru mismunandi á milli vefja.

SEO flipinn

SEO flipinn

Þegar þú bætir í veftréð er gott að huga að því að stilla lýsinguna fyrir leitarvélar, en það getur hjálpað til við sýnileika í leit á Google. Sömuleiðis má setja inn leitarorð, sem hjálpa leitarvélinni á sjálfum vefnum að finna viðeigandi efni.

Í flipa fyrir samfélagsmiðla getur þú valið sérstakan titil, lýsingu og hlaðið upp mynd fyrir deilingu inn á Facebook.