Afbrigði vöru í netverslun

Eiginleikum bætt við

Eiginleikum bætt við

Til að útbúa afbrigði af vöru þarf að skilgreina hvernig afbrigði eru aðgreind, það er gert með eiginleikum.

Eiginleikarnir eru stofnaðir fyrir verslunina í heild og svo valið fyrir hverja vöru hvort eiginleikar eigi við hverju sinni. Þannig geta sumar vörur verið með eiginleika á borð við stærð, skóstærð, lengd og/eða lit.

Fyrsta skrefið er því að stofna þessa eiginleika fyrir verslunina í heild.

Tegund eiginleika valin

Tegund eiginleika valin

Nýjum eiginleika sem nota á í netversluninni er gefið nafn sem er sýnilegt notendum og valið hvort um hefðbundinn eiginleika er að ræða eða lit.

Slóðareinkenni fyllist út sjálfkrafa nema það sé stillt sérstaklega eða því breytt eftirá.

Ef ólíkir eiginleikar eiga að hafa sama nafn út á við (gagnvart viðskiptavinum) er hægt að nota slóðareinkennið til að greinar á milli fyrir stjórnanda/ritstjóra. Þetta getur átt við um mismunandi stærðir, t.d. stærð á fatnaði (S, M, L) og stærð á gallabuxum (30, 32, 34). Slóðareinkenni væri þá staerd-fot og staerd-gallabuxur.

Gildi fyrir eiginleika stofnuð

Gildi fyrir eiginleika stofnuð

Þegar eiginleikar hafa verið útbúnir er hægt að útbúa þau gildi sem eiga að vera í boði fyrir eiginleikann, til dæmis S, M, L, XL í stærðum eða 36, 37, 38, 39, 40 í skóstærðum. Þetta eru þau gildi sem birtast í valkostum við vöruna - ef útbúin eru afbrigði út frá þeim eiginleikum.

Hvert gildi jafngildir því einu afbrigði af vörunni (til dæmis litir, skóstærð, lengd).

Gildi fyrir eiginleika bætt við

Gildi fyrir eiginleika bætt við

Hvert gildi fyrir eiginleikann er stofnað og bætt við, en þetta þarf eingöngu að gera einu sinni og má svo velja úr viðeigandi afbrigði til að merkja afbrigði vörunnar við gildið.

Í þessu dæmi er útbúið 3 mismunandi gildi í millimetrum fyrir eiginleikann Lengd.

Í röðun getur verið gott að vinna í tugum eða hundruðum, því þá er einfaldara að breyta röðuninni (10, 20, 30 frekar en 1, 2, 3).

Vörunni bætt við

Vörunni bætt við

Vörunni er bætt við, henni gefið nafn, hlaðið inn mynd og sett lýsing - eins og við hverja aðra vöru.

Hægt er að byrja á að stofna allar grunnupplýsingar í vöruna og flytjast viðeigandi gildi svo yfir í sjálfgefið afbrigði ef afbrigði eru virkjuð á vörunni. Til að virkja strax afbrigði getur þú valið úr listanum hvaða eiginleikar afbrigðin eru tengd við, einn eða fleiri.

Afbrigði virkjuð á vöru sem er þegar til

Afbrigði virkjuð á vöru sem er þegar til

Til að virkja afbrigði á vöru sem er þegar til án afbrigða er farið í „Breyta vöru“ (eftir að eiginleikum og gildum hefur verið bætt við í netverslunina) og þar valið hvaða eiginleikar eiga að verða að afbrigðum vörunnar. ATH: Einnig er hægt að fara í að útbúa afbrigðin sjálfkrafa (sjá hér fyrir neðan).

Valið hvort viðkomandi eiginleiki er skilyrtur (notandi verður að velja á milli) eða valkvæmur (fá aukalega áletrun, gjafaöskju eða kapal með). Í þessu dæmi er skilyrt að notandinn velji lengd.

Valkostir í afbrigðum

Valkostir í afbrigðum

Þegar afbrigði hafa verið virkjuð verður hluti af hefðbundinni stjórn vörunnar óvirkt því ekki er lengur unnið með verð, vörunúmer, birgðir og þyngd - það flyst yfir á afbrigðin.

Farið er inn í „Afbrigði“ í valmyndinni við vöruna og þar er unnið með verð, sem eru skráð á hvert afbrigði eftir þörfum og hægt að vinna með þá eiginleika sem eru tengdir við vöruna.

Sé eiginleikum breytt, breytast þeir á öllum vörum sem nýta sama eiginleika.

Öll afbrigði útbúin sjálfvirkt

Öll afbrigði útbúin sjálfvirkt

Hægt er að smella á hnappinn „Mynda afbrigði“ til að láta kerfið útbúa afbrigði fyrir hvert gildi í þeim eiginleikum sem eru tengdir við vöruna. Hægt er að velja hvaða gildi verða að afbrigðum (t.d. ef varan er ekki framleidd í tiltekinni stærð, sem þó er gildi).

Kerfið birtir þá hvert afbrigði, eitt í einu og hægt er að velja sjálfgefið afbrigði, velja hvort verð eru mismunandi á milli afbrigða, sem og birgðir og vörunúmer.

Afbrigði útbúin 1/3

Afbrigði útbúin 1/3

Í fyrsta skrefinu í að útbúa afbrigði eru valin þau gildi sem eiga við vöruna, til dæmis hvort hún sé fáanleg í S, M, L, og XL.

Veljið öll gildin sem varan er eða verður til í, þessu er svo hægt að breyta eða eyða seinna meir.

Sjálfgefnu gildin hægra megin á skjánum (verð, birgðir, vörunr) er hægt að breyta fyrir hvert afbrigði í næsta skrefi.

Afbrigði útbúin 2/3

Afbrigði útbúin 2/3
Afbrigði útbúin 2/3

Í skrefi 2 er gefinn kostur á að breyta sjálfgefnum gildum, sem sjá má neðst á skjánum.

Þannig er hægt að breyta verði upp eða niður, en valkvæmt er hvort verðið er sett inn sem verð án eða með VSK.

Sama gildir um birgðabreytingu.

Afbrigði útbúin 3/3

Afbrigði útbúin 3/3

Í þriðja og síðasta skrefinu er hægt að yfirfara verð, birgðir og velja hvort afbrigði sé haft með.

Einnig er boðið upp á að eyða sjálfgefnu afbrigði (hafi það enga eiginleika).

Yfirlit afbrigða og eiginleika þeirra

Yfirlit afbrigða og eiginleika þeirra

Í yfirliti afbrigða vörunnar sjást bæði ný og eldri afbrigði. Hægt að fara í fjölbreyti til að vinna með öll afbrigðin í einu, eða fjölvinna verðið til að setja vöruna (eða tiltekin afbrigði) á afslátt eða bjóða viðskiptahópi sérkjör.

Úr yfirlitinu er hægt að breyta sjálfgefnu afbrigði (sem birtist viðskiptavini þegar varan er skoðuð), eyða eða óvirkja tiltekið afbrigði, setja mynd fyrir tiltekið afbrigði eða vinna með verð niður á afbrigði.