Öflug vefverslun

Öflug vefverslun

Vefverslunin okkar er með fjölmörgum möguleikum. Hægt er að búa til vöruflokka, undirflokka og raða vörum niður í flokka. Hver vara er með mynd, verði og lýsingu. Möguleiki er á að hafa margar myndir per vöru og setja eiginleika á vöru með verðbreytingu. Þannig er hægt að hafa vöru sem er með mismunandi stærðum með mismunandi verði eftir stærð.

Aukalega er hægt að raða vörum eftir framleiðanda, vinsælustu vörunum, nýjustu vörunum, tilboðsvörum og birta áhersluvörur á forsíðu. Tilboðsvörur eru tilgreindar með því að setja tilboðsverð á þær og hægt er að hafa tilboðsverðið yfir ákveðið tímabil.

Örugg greiðslumiðlun innifalin

Örugg greiðslumiðlun innifalin

Öryggi er nauðsynlegur hluti í uppsetningu á vefverslunum. Þess vegna býður Stefna upp á tvo valmöguleika.

Annars vegar uppsetningu á eigin öruggu svæði sem sett verður á vefinn þannig að hægt verði að greiða með kreditkorti eða tengingu við eina af eftirfarandi vottuðum greiðslugáttum fyrir kreditkort: BorgunDalpayKortaþjónustunnar eða Valitor. Jafnframt bjóðum við tengingu við PayPal, Netgíró og Uniteller.