Öflug vefverslun úr smiðju Stefnu

Öflug vefverslun úr smiðju Stefnu

Netverslun býður upp á að setja vörur í flokka og setja margar myndir á vöru til að fletta í gegnum. Eiginleikar vöru geta jafnframt stýrt verðinu, sé þess óskað og þannig verið mismunandi verð eftir litum eða stærðum, svo dæmi sé tekið. Setja má inn myndir sem sýnir mismunandi afbrigði, svo sem liti eða stærðir og vera með sérstök verð eftir afbrigðum.

Hægt er að raða vörum eftir framleiðanda, vinsældum, nýjustu vörunum og tilboðsvörum. Stilla má upp tengdum vörum út frá töggum,  tengja við aukahluti  og  viðbótum  og  skilgreina  handvirkt  hvaða  vörur  eru  tengdar  og  þá hvernig.

Öryggi og móttaka kreditkorta í netverslun

Öryggi og móttaka kreditkorta í netverslun

Öryggi er nauðsynlegur hluti í uppsetningu á vefverslunum. Þess vegna eru allar netverslanir hjá Stefnu settar upp með SSL skírteini og móttaka kortaupplýsinga fara fram í gegnum greiðslusíðu á öruggu svæði sem hefur verið sérstaklega vottað fyrir móttöku viðkvæmra upplýsinga.

Stefna hefur tengt netverslun sína við eftirfarandi vottaðar greiðslumiðlanir fyrir kreditkort: BorgunDalpayKortaþjónustunnar, Pei og Valitor. Jafnframt bjóðum við tengingu við PayPal, Netgíró og Uniteller.

Samþætting vefverslunar við birgðakerfi

Samþætting vefverslunar við birgðakerfi

Netverslunin okkar getur tengst Navision, dk hugbúnaði, Alvís eða öðrum birgðakerfum sem bjóða upp á vefþjónustuviðmót eða að XML gögn flæði á milli kerfanna. Þannig getur lagerstaða og önnur lýsigögn flætt á milli kerfa, sömuleiðis pantanir, afslættir viðskiptamanna og kaupsaga þeirra.

Ræddu við okkur um möguleikana á að auka þína þjónustu við viðskiptavini og auka hagræði.