4 af 5 bestu sveitarfélagsvefirnir frá Stefnu

30. nóvember 2017
Pétur Rúnar
Á UT-deginum, í dag 30. nóvember 2017, voru kynnt úrslit í könnuninni „Hvað er spunnið í opinbera vefi?“.

Á UT-deginum, í dag 30. nóvember 2017, voru kynnt úrslit í könnuninni „Hvað er spunnið í opinbera vefi?“. Könnunin er gerð annað hvert ár og veitt stig fyrir innihald, nytsemi, aðgengi, þjónustu og lýðræðislega þátttöku. Samhliða könnuninni er gerð úttekt á öryggismálum vefjanna og bent sérstaklega á ef öryggi er ábótavant.

Við nýtum okkar miklu reynslu af opinberum vefjum til að vinna að auknum gæðum þjónustu opinberra stofnana og sveitarfélaga. Undanfarin ár höfum við lagt mikla áherslu á aðgengismál, en vefur Kópavogsbæjar hlaut nýlega verðlaun sem aðgengilegasti vefurinn á Íslensku vefverðlaununum.

Það var því ánægjulegt að sjá nokkra af viðskiptavinum okkar kynnta til leiks sem hástökkvara í aðgengismálum; Dalvíkurbyggð, Fljótsdalshérað, Hafrannsóknastofnun og Seyðisfjarðarkaupstað.

Af fimm stigahæstu vefjum sveitarfélaga eru fjórir úr okkar smiðju;

Allir skoruðu þeir á bilinu 96-98 stig af 100 mögulegum, en fimmti vefurinn á topp 5, vefur Reykjavíkurborgar var valinn besti sveitarfélagavefurinn að mati dómnefndar.

23 sveitarfélög með vef frá Stefnu

Af öðrum vefjum sem skora hátt í könnuninni eru vefir Dalvíkurbyggðar sem var hársbreidd frá því að komast inn á topp 5, vefir Sveitarfélagsins Ölfuss, Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Akraneskaupstaðar, Rangárþings ytra, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Norðurþings - allir úr smiðju Stefnu.

Allir þeir vefir sveitarfélaga sem fá fullt hús fyrir aðgengisþáttinn í könnuninni eru smíðaðir af Stefnu.

Af vefjum opinberra stofnana og hlutafélaga voru hæstir vefir Neytendastofu, Þjóðskrár Íslands, Ríkisskattstjóra, Stjórnarráðsins og Háskóla Íslands. Það var vefur Stjórnarráðsins sem hlaut verðlaun sem besti vefur opinberrar stofnunar og lesa má nánar um úttektina og sækja öll gögn hennar á vef Stjórnarráðsins þar sem fjallað er um úttektir á opinberum vefjum.


Mynd: Harpal Singh af Unsplash