Af hverju ætti ég að velja WordPress, eða annað vefumsjónarkerfi?

14. mars 2023
Pétur Rúnar
Mörg vefumsjónarkerfi standa til boða í heiminum, en af öllum kerfum hefur WordPress notið langmestra vinsælda. Í þessum pistli reifum við helstu kosti og galla kerfisins og hvaða aðrar leiðir eru færar til að koma upp vef á hagkvæman, öruggan og faglegan hátt.

Þegar hugsað er um nýjan vef þá er mjög algengt að WordPress komi fyrst upp í hugann. WordPress er jafnvel stöðluð veflausn í kennslu á upplýsingafræði í háskólum landsins og víða um heim.

Upphaflegar kemur WordPress fram á sviðið sem blogg-kerfi, það er fyrir tíma samfélagsmiðla þegar hver sá sem vildi koma skoðun sinni á framfæri, segja frá einhverju áhugaverðu málefni eða létta á hjarta sínu þurfti sjálf/sjálfur að setja upp vef og hefja skrifin. Blog (og svo íslenska orðið „blogg“) varð til úr upphaflega orðinu weblog sem endurspeglaði einhvers konar skráningu á vefnum (samsett úr web og log).

En bloggið hefur breyst mikið frá því sem var áður, mun færri eru að blogga og hefur það færst meira í að þjóna markaðslegum tilgangi. Dæmi um slíkt má sjá á vef eins og HÉR ER vef Smáralindar. En einfaldleiki þess að setja upp PHP-kerfið WordPress á mjög skömmum tíma og með tilbúnum sniðmátum hafði slegið í gegn. Þar að auki er hægt að bæta við aukavirkni á fljótlegan hátt með plug-ins virkni. Það er ekki síst þetta mikla úrval af útlitsmöguleikum og viðbótum sem ýmist kosta lítið eða ekki neitt, sem hefur þótt aðlaðandi.

Grunnvirkni og viðbætur

Viðbæturnar (plugins) í WordPress er oftast talið sem einn af helstu styrkleikum kerfisins, en þau geta líka verið einn helsti veikleiki þess (háð uppsetningu og rekstrarumhverfi). Helstu ókostir þess að setja inn plugins á WordPress vefi eru:

  • Eitt plugin rekst á við annað, ósamhæfð plugins getur valdið vandamálum.
  • Uppfærsla á plugin er óháð uppfærslu á WordPress, við uppfærslu á WordPress getur plugin hætt að virka og ef plugin er uppfært getur WordPress farið í baklás.
  • Öryggi fyrir hvert plugin er að stórum hluta sjálfstæð virkni, því er ekki hægt að tryggja öryggi WordPress vefja nema með því að fara af mikilli varkárni í uppsetningu á plugins og tryggja að þau séu alltaf með nýjustu öryggisuppfærslu.
  • Framleiðandi á plugin getur ákveðið að hætta stuðningi við það eða rukka mánaðargjald/árgjald fyrir notkunina. Ef plugin hættir að fá öryggisuppfærslur eða styður ekki nýjustu WordPress útgáfu er eina leiðin að fjarlægja það og finna annað í staðinn.
  • Plugin hafa stundum sjálfstæða efnisumsýslu, sem þýðir að vinna ritstjóra verður flóknari. Spurningin „hvar breyti ég aftur...?“ verður algengari.
  • Passa þarf upp á að plugin styðji það útltisþema sem vefurinn notar.

En hver er grunnvirknin?

Grunnvirkni WordPress er takmörkuð, það er að hluta til vegna þess að mikill styrkleiki felst í að halda kerfinu einföldu (forðast svokallað feature creep) og því er nokkuð hörð stefna í því að bæta aðeins við fáum og afmörkuðum möguleikum í hverri útgáfu. Áherslan hefur verið á að smíða kerfi sem auðvelt er fyrir aðra að bæta virkni í með plugins og þemum/útliti. Hér er stutt samantekt á grunnvirkninni eins og hún er þegar þetta er ritað (mars 2023):

  • Blogg - upphaflega einingin er auðvitað gjörbreytt, þetta er nokkurs konar frétta- og pistlaeining sem var það fyrsta sem WordPress sérhæfði sig í.
  • Comments - þetta tengist mjög náið bloggvirkninni, því hægt er að bjóða þeim sem heimsækja vefinn að kommenta á færslur.
  • Page - hægt er að stofna síður og velja þeim stað í veftrénu.
  • Media - þessi eining heldur utanum allar myndir og aðrar skrár. Þetta er því skráarkerfið í WordPress. Öllu efni er dælt inn á sama stað.
  • Notendur og aðgangsstýring. Hægt er að stofna notendur svo fleiri geti unnið í vefnum.
  • Uppfærslur - mikið hefur verið gert til að auðvelda ritstjóra/kerfisstjóra að uppfæra í nýja útgáfu, hvatinn til þess er mikill, því þekktir öryggisveikleikar í WordPress geta valdið miklu tjóni.
  • Innflutningur efnis - hægt er að flytja inn efni úr öðrum blogg-kerfum.
  • Plugins - viðbætur frá WordPress eða þriðja aðila.
  • Theme - útlitsþemu frá WordPress eða þriðja aðila.

Hvaða plugins eru algengust?

Hér er listi af nokkrum plugins sem eru algengust í WordPress uppsetningu:

  • Yoast SEO
    Þetta plugin hefur notið mikilla vinsælda þar sem það bætur upp fyrir takmarkaðan stuðning í WordPress við leitarvélabestun. Fáanlegt í ókeypis og premium útgáfu gegn gjaldi.
  • Akismet
    Kemur í veg fyrir óumbeðinn ruslpóst í kommentakerfi WordPress.
  • WP Rocket
    Þessi viðbót útbýr skyndiminni af vefnum, sem hraðar mjög öllu vafri. Eingöngu í boði gegn gjaldi.
  • Imagify
    Sérhæfð viðbót sem þjappar myndum og hraðar þannig á vefnum. Frítt að prófa en mánaðargjald fyrir fulla notkun.
  • Redirection
    Bætir við stuðningi við 301 endurvísanir á vefnum, nokkuð sem WordPress styður ekki. 
  • TablePress
    Bætir stuðning við töflur í ritlinum.
  • Elementor
    Þetta er vinsæl viðbót í flokki svokallaðra „page builders“. Þar sem WordPress hefur mjög takarkaðan stuðning í grunninn við uppsetningu flekasíðna, þá eru mörg ólík plugin í boði sem bæta þeirri virkni við að geta kubbað upp síður og sett upp ólíkt efni á einni og sömu síðunni. Fáanlegt sem ókeypis og premium útgáfa.
  • iThemes Security
    Á vef þeirra segir að að meðaltali séu 30 þús WordPress síður hakkaðar á degi hverjum og að árið 2021 voru 1.628 þekktir veikleikar gefnir út fyrir WordPress. Þessi viðbót eykur öryggi til muna með alls konar trixum og sérhæfðum aðgerðum.

Og þá er ótalið ein af vinsælustu viðbótunum sem er netverslunarkerfið WooCommerce, sem er risastórt WordPress plugin. VIð látum það ótalið hér, því með WooCommerce fylgir svo enn meira af viðbótum sem bæta við virkni sem WooCommerce styður ekki (eins og síur í vöruflokki).

Þegar upp er staðið er því ekki óalgengt að WordPress vefur sé með 5-25 plugins virk á hverjum tíma.

Hvað er annað í boði?

Þegar setja á upp vef á hagkvæman og fljótlegan hátt er vert að skoða hvaða aðrir kostir eru í boði.

Hér er yfirlit þeirra helstu lausna til vefumsjónar sem standa notendum til boða, til viðbótar við WordPress:

  • WIX
  • Squarespace
  • Moya CMS frá Stefnu (lestu áfram til að vita meira!)

Af hverju bjóðum við hjá Stefnu ekki WordPress?

Okkar viðskiptavinir hafa kunnað að meta einfaldleikann sem fylgir því að nota kerfið okkar, Moya CMS.

Vegna flækjustigs sem fylgir því að viðhalda WordPress, uppfærslu útgáfna, þekktra öryggisgalla á hverjum tíma og plugins fjölda þá höfum við (enn sem komið er) ákveðið að reka og viðhalda okkar eigin vefumsjónarkerfi.

Kerfið á rætur sínar til 2003/2004, en útgáfa 1.0 af WordPress kom ekki fyrr en 2007. Við vorum því farin að smíða vefumsjónarkerfi töluvert áður en WordPress æðið hófst!

Hvernig virkar Moya?

Öll grunnvirkni er mjög einföld, notendur vinna í bakenda sem er ekki ólíkur WordPress og öðrum sambærilegum kerfum. Við notum til að mynda TinyMCE ritilinn, sem lítur svona út:

Meðal aðgerða sem eru í boði (og krefjast engra plugins):

  • Veftré sem auðvelt er að raða og setja upp endurvísanir (301 redirect).
  • Stuðningur við SEO virkni og sértæka stýringu vegna deilingar á Facebook (OpenGraph).
  • Margir kubbar (modules) á síðu.
  • Myndasafn
  • Skráarkerfi
  • Fréttakerfi og fréttasafn með efnisflokkum
  • Eyðublaðasmiður
  • Öflug leit með stuðningu við beygingarmyndir íslensks nútímamáls
  • Allt viðmót jafnt á íslensku og ensku
  • Tengingar við ytri kerfi; Mailchimp, Highcharts, DK, vefþjónustu o.fl.
  • Aðgangsstýring notenda niður á einingar

Hverjir nota Moya CMS?

Við erum með mörg hundruð vefi í kerfinu okkar í dag, og fjölmargir stórir sem smáir viðskiptavinir treysta okkur og Moya fyrir sínum vef.

Meðal þeirra sem nýta sér kerfið eru Hekla, Berjaya hótelkeðjan á Íslandi (áður Icelandair hotels), VIRK, Terra, Kópavogsbær (allt í allt meirihluti sveitarfélaga landsins), íþróttafélög (HK, Þór, KA, UMFS, Tindastóll), fjölmörg félög og félagasamtök (Læknafélagið, Fél. löggiltra endurskoðenda, Landssamtök hestamanna, Ferðafélag Íslands, FÍB, Málefli) og góðgerðarfélög (SKB, Barnaheill, Umhyggja, Einstök börn).

Vilt þú prófa Moya CMS?

Heyrðu í okkur, við erum alltaf til í kaffispjall (nú eða bara Kristalsspjall) í Urðarhvarfi í Kópavogi eða á Glerárgötu á Akureyri (eða á fjarfundi). Okkar markmið er að viðskiptavinir okkar njóti reynslunnar sem við höfum byggt upp síðustu ár og erum boðin og búin að aðstoða við val á því vefumsjónarkerfi sem hentar þeirra starfsemi og styður við markmið verkefnisins.

Hér má finna lausan tíma og bóka fund.

Þú getur líka sent okkur línu á radgjof@stefna.is eða bjallað í síma 464 8700.