Gardínur einfalda vefinn og bæta aðgengi

07. mars 2017
Stefna Ehf
Til að einfalda framsetningu á vefnum þínum er öflugt að nýta sér „gardínur“ til að geyma mikið magn upplýsinga á einni og sömu síðunni án þess að magn texta sé of yfirþyrmandi fyrir notendur.

Undanfarið hefur mjög aukist notkun á „gardínum“, þ.e.a.s. fyrirsagna með örvum eða plúsum sem smella má á til að skoða nánar umfjöllunarefnið.

Með þessum hætti er texta, myndum, töflum og hlekkjum undir hverju umfjöllunarefni geymt á bakvið fyrirsögnina og notandinn getur á auðveldan hátt skimað yfir fyrirsagnir og opnað það sem við á. Margt sparast með þessu:

  • Minni þörf á að útbúa undirsíður sem innihalda lítið af texta
  • Notandi er ekki á fleygiferð um vefinn í flóknu leiðarkerfi
  • Hver síða er efnismeiri án þess að trufla notandann
  • Auðvelt að skrifa ítarlegri texta án þess að það virki fráhrindandi fyrir notandann
  • Setja má efnið fram í spurningaformi (og svör við spurningunni) sem er mjög aðgengilegt fyrir notendur
  • Notendur eiga auðveldara með að skima yfir allt efnið í fljótheitum
  • Truflar ekki aðgengi eða leitarvélar

Nokkur dæmi um þessa framsetningu má finna á eftirtöldum vefsíðum úr okkar smiðju: