Hlutfall farsíma og snjallsíma eykst stöðugt

20. febrúar 2018
Pétur Rúnar
Hlutfall heimsókn í farsíma og spjaldtölva eykst stöðugt á vefsíðum viðskiptavina okkar. Með auknum fjölda notenda í snjalltækjum koma áskoranir í uppsetningu og efnisvinnslu fyrir þessa vefi.

Hlutfall heimsókn í farsíma og spjaldtölva eykst stöðugt á vefsíðum viðskiptavina okkar. Með auknum fjölda notenda í snjalltækjum koma áskoranir í uppsetningu og efnisvinnslu fyrir þessa vefi.

Meðal þess sem þarf að huga að fyrir notendur í snjallsíma og spjaldtölvum er:

  • Leiðakerfi og flæði á vefnum
  • Magn af texta á hverjum skjá
  • Viðeigandi skölun á myndum
  • Hraði í niðurhali
  • Staðsetning á aðgerðarhnöppum á skjánum
  • Röðun efnis á síðunni

Það er því að mjög mörgu að huga, ekki aðeins í tæknilegum efnum heldur líka í ritstjórnarlegum ákvörðunum. Við sérhæfum okkur í að færa viðskiptavinum okkar jafnt ráðgjöf sem tæknilegar lausnir til að efla upplifun notenda í farsímum og spjaldtölvum. Við eigum mörg skemmtileg dæmi sem geta aðstoðað aðra við að efla sinn vef.

Graf af hlutfalli.Til að vekja athygli á þessu fengum við nokkra af viðskiptavinum okkar til að deila hlutfalli heimsókn á vefinn á tímabilinu 1. nóvember 2017 til 13. febrúar 2018. Þetta eru því glænýjar tölur úr íslenskum veruleika, en gögnin eru úr Google Analytics. Vefirnir sem um ræðir eru til viðbótar við stefna.is: asbjorn.is, fi.is, hafogvatn.is, hvitahusid.is, keilir.net, northiceland.is, reitir.is og reykjanesbaer.is.

Hlutfall heimsókna í farsíma var hæst 48%, hlutfall í spjaldtölvu var hæst 13% en að meðaltali voru heimsóknir úr farsíma rúmur þriðjungur, spjaldtölvur voru notaðar í tæplega 7% tilvika og tæp 60% koma í borð- eða fartölvum.

Það er svo óþarfi að taka fram að innan hvers flokks er fjöldi mismunandi skjástærða og því mikilvægt að tekið sé tillit til munarins á milli til dæmis borðtölvu og fartölvu, nú eða eldri og nýrri tegunda farsíma.


Er kominn tími á að yfirfara vefinn þinn með tilliti til upplifunar í farsíma og spjaldtölvum?

Hafðu samband við okkur