Hvað er spunnið í opinbera vefi 2020?

16. nóvember 2020
Pétur Rúnar
Yfirferð helstu atriða sem eru inni í úttekt á opinberum vefjum 2020.

Okkur hefur borist til eyrna að nú standi yfir sjálfvirk úttekt á opinberum vefjum með tilstilli greiningartólsins frá Siteimprove. Þetta er mikilvægt verkefni sem hvetur opinbera vefi til að viðhalda gæðum á efni, tryggja gott aðgengi og viðmót.

Við viljum aðstoða viðskiptavini okkar að lesa úr niðurstöðunum og forgangsraða þeim aðgerðum sem grípa má til til að bæta/hækka einkunnina sem hver vefur fær.

Fyrst er rétt að taka fram að við hjá Stefnu erum ekki sérfræðingar í Siteimprove tólinu og því er það sem hér fylgir á eftir aðeins okkar sýn og okkar besti skilningur á því hvernig tólið virkar. Um sjálfvirka skönnun er að ræða og því verið að taka á öllum atriðum með kerfisbundnum hætti, túlkunin sem hér birtist gæti átt eftir að breytast eftir því sem við öðlumst meiri skilning á því hvernig Siteimprove er að meta einstaka þætti.

Gæði efnis

Hér er einkunn sem byggir á gæðum á textaefninu sjálfu og hversu góður strúktúr er á efninu. Að öllum líkindum eru brotnir hlekkir og stafsetningar/innsláttarvillur að hafa mest áhrif á þessa einkunn.

Brotna hlekki er m.a. hægt að skima með Screaming Frog tólinu (frítt upp að 500 síðum, annars £149 á ári). Önnur tól eru að sjálfsögðu í boði.

Hafa má í huga að „stafsetningarvillur“ geta einnig verið misritanir á borð við „t.d“ í stað „t.d.“ (punkti sleppt), „ofl.“ í stað „o.fl.“ (punkti sleppt) eða „nóv“ í stað „nóv.“ (punkti sleppt).

Kennitölur einstaklinga sem birtast á vefnum

Mikilvægt er að bregðast við þessu, engar kennitölur eiga að birtast á vefjum.

Síður með yfir 20 orða setningum

Það verður að teljast matsatriði hvort eitthvað eigi að bregðast við því þegar síður innihalda setningar með yfir 20 orðum. Vissulega gefur það vísbendingu til að orðalag með stytta og skerpa til að auðvelda lestur.

Word/Excel skjöl og stórar myndir

Þegar notendur eru krafnir um niðurhal á Word/Excel skjölum heftir það mjög aðgengi, sama má segja um PDF skjöl að vissu leyti. Leggja ætti áherslu á að myndir séu ekki svo stórar að það hægi á flettingum á vefnum.

Aðgengismál - issues

Mál sem merkt eru AA eru strangari en þau sem fylgja A staðlinum. Miða má við að ef aðgengiseinkunn er undir 80 ætti að stofna verkefni til úrlausnar.

Leiðréttið eftirfarandi

Hér skiptast atriðin upp í "Content" sem á við hlutverk ritstjóra (að mestu leyti) og hins vegar "Mobile" og "Techincal" sem eru þau atriði sem skoða þarf út frá uppsetningu og uppbyggingu kóða/hönnunar á síðunni.

Technical atriði til leiðréttingar

Touchscreen-readiness, Mobile speed og Desktop speed er vel hægt að kafa ofan í, en það er líklega stór aðgerð að hreyfa hratt við þessari nál eins og þetta er skilgreint af SiteImprove. Við verðum að taka þá umræðu okkar megin, hvað hægt sé að gera (ekki eingöngu fyrir ykkar vef, heldur almennt).

Pages not included in the sitemap á væntanlega við um þá staðreynd að í Moya eru fréttir og viðburðir ekki settir í sitemap: https://www.stefna.is/sitemap.xml. Þessu erum við ekki að fara að breyta og því mun þessi athugasemd ekki hverfa.

Redirect chains þýðir að öllum líkindum að eitt redirect vísar á annað redirect (sem vísar svo á rétt efni). Ólíklegt að við séum að fara að gera eitthvað í þessu á þessum tímapunkti. Þetta gæti mögulega skipt máli í strangri SEO úttekt en ætti lítið að trufla notendur.

Missing structured data markup er skráð sem villa. Þarna er líklega átt við að við erum ekki með strúktúruð gögn fyrir leitarvélar að lesa upp úr t.d. viðburðum, vörum o.þ.h. Við erum ekki með neitt í gangi hjá okkur til að bregðast við því, ekki á þessum tímapunkti. Ólíklegt er þetta sé stórt vandamál eða að þetta ætti að hefta notendur síðunnar nokkuð.

301 redirects er merkt sem gul athugasemd og er því í raun ekki villa. Þetta er eðlileg hegðun og virkni og kæmi ekki til álita að fara að hreyfa neitt við þessu.

Images with empty alt attributes á við um myndir sem ekki hafa verið merktar með viðeigandi hætti fyrir þá sem ekki hlaða (eða sjá) myndir. Það er (eða var a.m.k.) mlt með að hafa tómt alt=“” tag fyrir myndir sem tilheyra útlitinu. Kannski er WCAG staðallinn um aðgengi að taka á þessu öðruvísi, það mætti skoða það og breyta hvernig útlitið er sett upp.


Hafið í huga að öll vinna sem er sértæk fyrir svona skýrslu yrði unnið í útseldri vinnu vegna lagfæringa. Svo lengi sem ekki er um að ræða einhverja villu eða ranga uppsetningu. Þegar við setjum vefinn upp erum við að vinna samkvæmt okkar viðurkennda verklagi og höfum WCAG staðalinn til hliðsjónar eins og í öðrum verkefnum, en það var enginn tími settur í það sérstaklega að yfirfara vefinn með tilliti til aðgengis eða þessarar Siteimprove skýrslu. Efnistök á svona úttektum eru mjög ólíkar og því kæmi eitthvað allt annað út úr sambærilegri skýrslu sem annar aðili myndi vinna.