Í langtímasambandi með Stefnu

04. mars 2024
Pétur Rúnar
Við eigum í langtímasambandi með fjölmörgum viðskiptavinum okkar. Hér er samantekt á þeim samböndum sem varað hafa árum og jafnvel áratugum saman.

Fyrstu vefirnir frá okkur fóru í loftið í maí 2005, 19 árum síðar eru Elektro, Samherji og SBA öll enn með vefi sína hjá Stefnu, sem og Sjúkraflutningaskólinn og Háskólinn á Akureyri, sem fylgdu í kjölfarið í árdaga.

Síðla 2020 fór nýi vefur VIRK í loftið en samstarf okkar hófst 2008. Við höfum að auki sett upp innrivef VIRK og velvirk.is vefinn.

2019 fór Hekla að vinna að stafrænni umbreytingu og í kjölfarið nýjum vef sínum. Samstarfið nær aftur til 2011 í fjölda verkefna.

Fullbúin netverslun Everest beintengd í DK fór í loftið 2020 en fyrst settum við upp vef Everest 2012.

2022 fór nýr vefur Hljóðfærahússins í loftið með beintengingu inn í Business Central. Samspil okkar hófst 2008 og alltaf góður taktur.

Iceland Hotel Collection by Berjaya, áður Icelandair hótel, fengu okkur til að sjá um Drupal vef í lok árs 2012 og í framhaldinu fór nýr vefur í loftið 2013.

Kópavogsbær fór í verðkönnun 2015 og opnaði nýr vefur 2016. Bærinn hefur verið leiðandi í þróun stafrænna lausna sveitarfélaga, m.a. bæjarappsins.

Ferðamálastofa opnaði nýjan vef 2022 en það var þriðja útgáfa frá 2013. Gæðakerfið Vakann smíðuðum við einnig og ferdalag.is sömuleiðis.

Gjaldfærsla um Vaðlaheiðargöng er sjálfvirkt kerfi, þjónustuvefur og app sem heldur utanum skuldfærslu og greiðslur fyrir notkun gangnanna.

Garðheimar hófu undirbúning og vinnu við nýjan vef sinn hausið 2017. Í nóvember 2019 fór vefurinn í loftið, aðeins nokkrum mánuðum áður en heimsfaraldur skall á.

 

Með aðgengilegum, hraðvirkum og skilvirkum vef ná viðskiptavinir okkar að vernda sína fjárfestingu og byggja á sterkum grunni. Vilt þú bætast í hóp ánægðra viðskiptavina og byggja upp langtímasamband með okkur?

Kíktu á ummæli viðskiptavina okkar og hafðu samband við okkur hér á vefnum, í 464 8700 eða á radgjof@stefna.is.


Þá og nú

Hér eru nokkur dæmi um vefi viðskiptavina okkar og þróun þeirra. Skjámyndirnar eru fengnar af Vefsafni Landsbókasafns Íslands, háskólabókasafns.