Íslensku vefverðlaunin 2016

27. janúar 2017
Stefna Ehf
Við erum afar stolt af því að þrjú af verkefnum okkar á liðnu ári fengu tilnefningu til íslensku vefverðlaunanna, annars vegar í flokknum samfélagsvefur ársins (non-profit) og hins vegar sem opinber vefur ársins.

Við erum afar stolt af því að þrjú af verkefnum okkar á liðnu ári fengu tilnefningu til íslensku vefverðlaunanna, annars vegar í flokknum samfélagsvefur ársins (non-profit) og hins vegar sem opinber vefur ársins. Tilnefndir voru:

Á árinu komum við að uppsetningu á yfir 100 vefsvæðum, en hér eru þau verkefni úr okkar smiðju sem dómnefnd fór yfir í ár:

Kópavogsbær

http://www.kopavogur.is

Vefur Kópavogsbæjar

Nýr vefur Kópavogsbæjar á að endurspegla þann sess sem sveitarfélagið skipar sem annað fjölmennasta sveitarfélag landsins, en markmiðið er vitaskuld að vera á toppnum í þjónustu og upplýsingaveitu gagnvart íbúum, atvinnulífi og landsmönnum öllum.

Vefurinn á að endurspegla kraftmikið sveitarfélag þar sem mannlíf er iðandi og lýðræði virkt. Notandi á að finna greiðlega þær upplýsingar sem leitað er að, en í því samhengi er mikilvægt að aðgengi sé tryggt, að aðalatriðin séu aðgengileg strax en jafnframt að einfalt sé að nálgast alla málaflokka og umfjöllunarefni, sama hversu djúpt liggur á þeim.

Með þetta markmið að leiðarljósi var unnin gagnger endurbót á skipulagi vefjarins, skammval og málaflokkar valdir út frá því sem efst er á baugi og mest skoðað og sérstök áhersla er á öfluga leitarvél sem birtir flokkaðar niðurstöður þar sem finna má „allt um málið“. Einnig var markmið að stytta síður og því notast við gardínur á undirsíðum sem veita aukna dýpt í umfjöllunarefni án þess að „kæfa“ notandann í textaefni.

Markhópurinn eru íbúar sveitarfélagsins og nágrannasveitarfélaganna, almenningur allur í landinu og væntanlegir íbúar sérstaklega. Atvinnulíf og starfsfólk fyrirtækja í bænum ásamt fjölmiðlum og stjórnsýslunni í víðara samhengi.

Hefðbundið form brotið upp

Eins og aðrir vefir sveitarfélaga er formið í grunninn hefðbundið, en það er líka brotið upp með áhugaverðri nálgun eins og aðalvalmynd á forsíðu sem sett er fram með myndrænum hætti og því kemur valmyndin á forsíðu í staðinn fyrir hefðbundinn „banner“ sem oftar en ekki er fyrirferðarmikill á sambærilegum síðum.

Í stað þess að krefja notandann um að velja sér leitarstreng eru algengar síður aðgengilegar í gardínu fyrir stærstu málaflokkana, enn fremur er á forsíðunni skammvalsstika og loks þrjú áhersluatriði sem eru efst á baugi (og taka breytingum). Myndakubbarnir þrír koma því í stað hefðbundins auglýsingabanners (sem er oft látinn rúlla).

Málaflokkar

Efni á undirsíðu (t.d. málaflokkurinn „Leikskólar“) er sett fram á skipulegan og staðlaðan hátt, með stuttri samantekt, mynd til skreytingar, gardínum sem veita ítarupplýsingar og tengt efni í hægri dálki (umsóknir, eyðublöð, útgefið efni, nánari upplýsingar o.s.frv.). Þannig geta íbúar treyst því að þeir eru ekki að flakka á milli síðna til að finna upplýsingar um viðkomandi málalflokk.

Hvatt er til endurgjafar frá notendum á hverri síðu og sérstaklega hugað að því að lykilupplýsingar á borð við þjónustuver, símanúmer og opnunartíma sé ávallt sýnilegt efst og neðst á síðum.


Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra

http://www.slf.is

Vefur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðraVefur SLF veitir upplýsingar um starf félagsins, æfingarstöðvarinnar og helgardvalarstaðnum í Reykjadal. Í allri framsetningu er áhersla á bjarta og jákvæða framsetningu, lífsgleði og hlýju. Þannig spila myndefni, grafík og fyrirsagnir saman að því markmiði að miðla upplýsingum en um leið efla félagið og endurspegla gleðina sem fylgir starfinu. Markmið félagsins eru að stuðla að aukinni orku, starfshæfni og velverð fólks með fötlun. En á vefnum er enn fremur skýr áhersla á vörusölu, styrktarsöfnun og bakhjarla þá sem styðja við starfið.

Markhópur eru félagsmenn og aðstandendur, stjórnvöld og allur almenningur sem sýnir málefnum fatlaðra barna og ungmenna áhuga og vill styðja við bakið á því mikilvæga starfi sem félagið vinnur. Sérstaklega er horft til þeirra 850 einstaklinga sem fá þjónustu þjálfara á hverju ári og þeirra 200 barna sem koma til sumardvalar í Reykjadal.

Með uppsetningu á skráningarsíðu fyrir minningarkort er dregið verulega úr handvirkri afgreiðslu þeirra (um síma), þannig er vefurinn öflugt tæki og ekki lengur bara bæklingur um starfið, heldur gagnvirkur miðill og mikilvægt verkfæri í félagsstarfinu.

Vefurinn var hannaður af 1xINTERNET sem gaf félaginu vinnu sína við vefinn.


Spurt og svarað um áliðnaðinn - Samál

Vefur Samálshttp://www.samal.is

Vefur Samáls tekur strax á móti notandanum með helstu áhersluatriðum og þannig er notandinn leiddur í gegnum svör við algengum spurningum um áliðnaðinn með myndrænum og líflegum hætti. Notandinn getur þannig skrunað sig niður síðuna og fylgst með á hægri helmingi síðunnar þar sem flipar sýna hversu langt notandinn er kominn í sinni yfirferð.

Hvatt er til endurgjafar og samskipta neðst á síðunni þar sem notandanum er boðið að rita inn sína eigin spurningu.

Á vefnum er jafnframt að finna hafsjó greina, frétta og pistla um málefnið, en framsetning þess er með nýstárlegum og forvitnilegum hætti, því leiðakerfið er í raun frétta- og greinayfirlit án þess að opnaðar séu sérstakar síður. Notandinn fer því þá fyrst á nýja síðu að hann finnur áhugavert efni og velur að skoða það nánar.

Hönnun á vefnum var í höndum auglýsingastofunnar Jónsson & Le'macks.


Dalvíkurbyggð

http://www.dalvikurbyggd.is

Vefur Dalvíkurbyggðar

Vefur Dalvíkurbyggðar á að endurspegla lífsgæðin sem felast í búsetu í sveitarfélaginu ásamt því að styðja við markmið sveitarfélagsins um að vera virkt í miðlun upplýsinga og eflingu lýðræðis. Þannig er aukin nálægð við kjörna fulltrúa og gegnsæi í starfsemi og framkvæmd stefnu meirihlutans í bænum.

Markhópurinn eru íbúar Dalvíkurbyggðar, fyrirtækin á svæðinu og starfsmenn þeirra, nágrannasveitarfélögin, stjórnsýslan, fjölmiðlar á svæðinu og á landsvísu og allir sem hafa áhuga á að sækja Dalvíkurbyggð heim að sumri sem vetri.

Áhersla á vefnum er á að hvetja til þátttöku íbúa með sérstökum lið á vefnum. Þar er hvatt til ábendinga um það sem betur má fara í bænum og á vefnum, upplýsingar um íbúafundi og könnun um málefni stundarinnar ásamt því sem skipulagsmál og íbúagátt fá sérstaka kynningu. Sérstök áhersla er á auðvelt og fumlaust aðgengi á vefnum fyrir alla.


Eddu hótelin

http://www.hoteledda.is

Vefur Eddu hótelannaEddu hótelin hafa nokkra sérstöðu í hótelþjónustu á Íslandi, þar sem húsin sjálf eru samofin samfélaginu. Oft er um að ræða skóla og rótgrónar byggingar sem búa yfir sérstökum „sveitasjarma“ á gjörólíkan hátt en önnur hótelþjónusta. Þá er dreifing þeirra um landið afar jöfn og góð. Í allri umgjörð nýs vefs var þess gætt að sveitarómantíkin myndi skína í gegn, greitt yfirlit um hótelin og staðsetningu þeirra og tengingu jafnt í fortíð sem framtíð með vísun í svarthvítar myndir frá liðnum tíma - sem styrkir reynsluna og hefðina sem er fyrir rekstri Eddu hótelanna um land allt.

Mesta áherslan á forsíðu er strax á hótelin og bókun gistingar, með skýru litavali eru aðgerðarhnappar og áhersluatriði aðgreind frá öðru efni.

Markhópurinn eru ferðmann jafnt innlendir sem erlendir sem vilja eiga notalegar stundir í fáguðu umhverfi Eddu hótelanna á ferð sinni um landið. Hótelin bjóða persónulega og notalega þjónustu í sveitum landsins. Vefurinn er að auki að fullu á fjórum tungumálum og þannig er sérstök áhersla lögð á þýsku- og spænskumælandi gesti (og þau markaðssvæði sem þeir tilheyra).

Hvert hótel er tengt við þjóðsögur, áhugaverða staði í umhverfinu, en ásamt því er myndum af herbergjum og upplýsingum um veitingastað og greitt aðgengi að því að senda fyrirspurnir á hótelið. Þá eru staðlaðar upplýsingar um staðsetningu (heimilisfang og GPS hnit), síma og opnunartíma hvers hótels.


Reitir

http://www.reitir.is

Vefur Reita fasteignafélagsStærsta fasteignafélag í leigu atvinnuhúsnæðis á Íslandi, Reitir, er sterkt og öflugt félag sem leggur áherslu á þjónustu við leigutaka, samfélagslega ábyrgð, fagleg vinnubrögð í hvítvetna og ábyrgð gagnvart eigendum. Nýr og stórbættur vefur félagsins endurspeglar þetta.

Áhersla er á að fá notendur síðunnar til að hafa samband, þar sem sérfræðiráðgjöf Reita er lykillinn að því að viðskiptavinir finni húsnæði við hæfi (því það stendur ekki alltaf autt og laust til útleigu).

Þjónusta kynnt á myndrænan hátt

Með sögum af starfseminni (case studies) er stutt við markmið um fjölbreyttar og faglegar lausnir þar sem húsnæði er oftar en ekki tekið í gegn fyrir leigutaka og lagað að þörfum hvers og eins. Myndefni spilar stórt hlutverk í þessum sögum, frekar en málalengingar.

Til að styðja við öfluga þjónustu er algengum spurningum svarað og þjónustusíminn alltaf sýnilegur í fæti síðunnar á áberandi hátt. Þá er þjónusta einn af aðalhlekkjum síðunnar og er miðstöð núverandi leigutaka til að leita sér upplýsinga. Jafnframt var þessum þremur markhópum forgangsraðað í samræmi við áherslur og uppröðun.

Markhópar eru skýrir; þeir sem leita sér að húsnæði, þeir sem eru núverandi leigutakar og loks þeir sem leita sér að upplýsingum um félagið, þ.m.t. fjárfestar, fjölmiðlar og fyrirtæki sem eiga í viðskiptum við Reiti.

Hver markhópur fær sína aðalsíðu

Áhersla var lögð á að tefla strax fram valkostum í leiguhúsnæði, þar sem húsnæði er flokkað í þrennt: verslunar- og veitingahúsnæði, skrifstofuhúsnæði og iðnaðarhúsnæði. Hver af þessum flokkum fær sína eigin „aðalsíðu“ þar sem fyrst er teflt fram þeim eignum sem standa lausar, en í beinu framhaldi er varpað fram spurningunni „Fannstu ekki það sem þig vantar?“ þar sem kynntur er valkosturinn að velja stærð sem viðkomandi aðila vantar.

Þannig er notandinn (finni hann ekki áhugaverðan valkost í lausum eignum) leiddur áfram í nokkurs konar fyrirspurnarform, en aðeins er beðið um hugmyndir um stærð, staðsetningu (grófa) og tegund starfseminnar. Þá er notandanum í sjálfs vald sett að rita inn símanúmer eða netfang (í einn og sama reitinn). Með þessum hætti er þröskuldurinn við að hafa samband lækkaður eins mikið og mögulegt er.

Kafað dýpra í efnið

Í hönnuninni er mikil áhersla á að opna einstaka þætti „inn á síðuna“ frekar en að opna nýjan glugga. Dæmi um þetta er ofantalið „Fannstu ekki það sem þig vantaði?“ eyðublað, sama má segja um upplýsingar um stjórn á „Um Reitir“ síðunni, upplýsingar um smærri eignir (sem fá ekki sér síðu) undir „Eignasafn“ og á fjárfestasíðunni er þetta nýtt til hins ítrasta. Þá er starfsmannalisti ávallt sýnilegur hægra megin með einföldu síma-íkoni (algengasti samskiptamátinn).

Vefhönnun var unnin af Jónsson & Le'macks og aðlöguð af Stefnu.


Nesbú

http://www.nesbu.is

Vefur NesbúeggjaÍ samhengi við endurmörkun (rebranding) Nesbúeggja og nýja vörulínu (fyrstu lífrænt vottuðu egg landsins) var ráðist í endurgerð nesbu.is með vel skilgreind markmið um fræðslu, jákvæða ímynd, kynningu á lífrænum valkosti og vottaða starfsemi Nesbúeggja. Ásamt skýrri framsetningu er blandað ákveðnum húmor í myndmálið, sérstaklega með hænunni sem spígsporar um vefinn við fyrstu sýn.

Stóra eggjaárið 2016

Hvern hefði grunað að eggjaframleiðsla ætti eftir að verða eitt af stóru málum ársins 2016? Gildi síðunnar og endurmörkun hjá Nesbúeggjum sannaði sig þegar eggjaframleiðsla komst í hámæli og neytendur fóru með afar virkum hætti að sækja sér upplýsingar um eggjaframleiðslu og vörulínur sem í boði eru. Um leið og vefsíðan fékk ótrúlegan fjölda heimsókna hélt hún áfram að þjóna þeim markhópi sem skilgreindur hafði verið, sem var allur almenningur (fræðsla um egg, framleiðsluna með áherslu á lífrænan valkost, uppskriftir o.fl.), stórviðskiptavinir (t.d. kaupendur að eggjahvítu/eggjarauðu/soðnum eggjum) en fjölmiðlar bættust við sem stórnotendur síðunnar á tímabili á liðnu ári.

Samhliða nýjum vörum og ásýnd var hannaður vefur með mikla áherslu á myndefni. Farið var í vídeótökur með hænu (sem er gæludýr) sem skartar forsíðuna. Uppskriftavefurinn hefur verið vaxandi og eykur sérstaklega á gúgglanleikann fyrir vefnn, því mikið er um að fólk noti Google til að finna uppskriftir og lendi þannig inni á vef Nesbúeggja. Við mælum sérstaklega með bananamuffins!

Verkefnið var unnið í samstarfi við Kapal markaðsráðgjöf sem hafði umsjón með vefhönnun þessa verkefnis.


Geiri Smart

http://www.geirismart.is

Vefur Geira SmartGeiri Smart er einn af litríkustu og skemmtilegustu karakterum bæjarins. Mikið er lagt í hönnun og upplifun staðarins, þar sem alúðlegt viðmót starfsfólk blandast saman við gesti samliggjandi hótels sem slaka á eftir svaðilfarir á jöklum eða bið eftir norðurljósaskímu. Vefurinn er myndrænn, skilvirkur og smekkvís, veitir sterk hughrif þeirrar hlýju sem vænta má af Geira Smart og er með skýra áherslu á aðgerðarhnapp til að panta borð.

Myndefni í hásæti

Ferðamenn bregðast við áreiti af myndum og framsetning þarf að vera skýr og snuðrulaus. Íslendingar og sér í lagi þeir sem leita sér afþreyginar á borð við þá sem hér er í boði gera miklar kröfur um vefsíðu „sem virkar“, þar sem flottheitin þvælast ekki fyrir en smekkvísi er í fyrirrúmi. Til að þjóna þessum markhópum sem best er leiðakerfi strax sýnilegt og uppröðun öll hin einfaldasta.

Notendur farsíma fá smærri banner og meira efni, því matseðillinn mætir þeim strax og bókun á borði er fumlaus aðgerð úr farsímum. Vefurinn var hannaður af auglýsingastofunni ENNEMM sem sá um alla mörkun fyrir vörumerkið Geira Smart.