Pétur Rúnar skrifar

Nýverið unnum við að uppsetningu hagtalna lífeyrissjóða inn á upplýsingavef Landssamtaka lífeyrissjóða um lífeyrismál.

Gögnin bárust í Excel skjali og því einfaldast að vísa í Excel skjalið eða PDF útgáfu af því, að öðrum kosti taka myndir úr skjalinu og setja inn sem myndir á vefinn. Sú aðferð hefur verið notuð með góðum árangri á undanförnum árum.

En í þetta skiptið, til að bæta enn aðgengi og færa framsetninguna í takt við nútímann var ráðist í smíði lítillar einingar þar sem tenging er við Highcharts súluritasmiðinn, þar sem velja má snið, liti, stilla til ása og framsetningu alla. Útkomuna erum við afar ánægð með og munum eflaust nýta okkur í fleiri verkefnum á næstunni.

Afraksturinn má sjá á vefnum undir Hagtölum lífeyrissjóða.