Nýjungar í Moya á næstunni

20. júní 2022
Pétur Rúnar
Nú eru spennandi tímar framundan hjá Stefnu. Tekin hefur verið ákvörðun um áherslur í næstu útgáfu af Moya, þar sem einblínt er á að einfalda efnisvinnslu, fjölga möguleikum í uppröðun efnis og færa ritstjóra aukna möguleika í uppröðun fleka og kubba á undirsíðum.

Headless CMS aðferðarfræðin

Við höfum áralanga reynslu af því að vinna með sérlausnir, jafnt opinn hugbúnað sem keyptan og hefur teymi frá Stefnu m.a. unnið að uppbyggingu á umhverfi Ísland.is sem notast við Strapi headless CMS kerfið auk þess að nota Prismic headless CMS kerfið, en markmiðið er ætíð að velja bestu verkfærin hverju sinni.

Í nýrri Moya útgáfu er að finna margt af því sem eru helstu styrkleikar headless CMS, ný Moya hentar því áfram best í langflestum verkefnum, í öðrum getur headless CMS og sérsniðinn framendi komið til greina og í enn öðrum verkefnum er verið að þróa sérstök kerfi t.d. fyrir sjálfsafgreiðslu, pöntunarvef eða læsta innrivefi.

Ný Moya fyrir áramót

Í nýrri útgáfu, sem verður tekin í notkun fyrir áramót, er einnig áhersla á að efla og samræma myndvinnslu með miðlægum stað fyrir myndir í einingum. Hingað til hefur t.d. ekki verið hægt að endurnýta fréttamynd eða nýta fréttamynd í banner eða öfugt.

Stórbættir möguleikar í myndvinnslu

Í nýrri útgáfu Moya verða myndir fyrir fréttir, kubba, bannera og aðrar lykileiningar allar hýstar miðlægt. Tekið verður í notkun nýtt viðmót fyrir upphal mynda þar sem í boði er að klippa myndir til svo þær passi fyrir skilgreind snið (hlutföll) og í framhaldinu verður hægt að stilla fókus-punkta svo viðeigandi hluti myndarinnar sé alltaf sýnilegur sama í hvaða tæki notandi er.

Einnig opnast möguleikar á að nýta nýjustu þjöppunarstaðla myndefnis sem eykur hraða hjá notendum.

Hvernig færð þú nýja útgáfu?

Vegna nýrrar uppbyggingar á efninu verður ákvörðun um uppfærslu á hverjum vef tekin í samráði við viðskiptavini með mati á umfangi og jafnframt farið yfir hvernig núverandi vefur getur nýtt alla þá nýju möguleika sem uppfærslan býður upp á. Við kynnum það ferli nánar þegar nær dregur.

Hvað nýjungar langar þig að sjá?

Með þessari vinnu erum við að koma til móts við þau atriði sem kallað hefur verið eftir af viðskiptavinum okkar. Við viljum gjarnan heyra frá enn fleirum og fá að vita hvernig nýjungarnar leggjast í fólk. Erum við með áherslur í takt við þínar þarfir?

Opna könnun

Smellið á hnappinn hér fyrir ofan til að opna könnunina, þar er möguleiki á að koma með ábendingar til okkar um nýjungar í Moya.