Öflugri deiling á samfélagsmiðla

30. apríl 2019
Pétur Rúnar
Með nýrri viðbót er nú einfalt að stilla titil, lýsingu og setja inn mynd með deilingum á samfélagsmiðla.

Í dag er ný viðbót við alla Moya vefi í útgáfu 1.16.2 (útgáfuna á vefnum þínum má sjá með því að opna „view source“ fyrir einhverja síðu á vefnum). Vantar þig uppfærslu í nýjustu útgáfuna? Sendu okkur beiðni!

Viðbótin í dag lýtur að einföldu viðmóti til að bæta inn lýsigögnum fyrir deilingar á samfélagsmiðla. Stuðst er við OpenGraph lýsigögn, sem m.a. Facebook notar til að lesa úr fyrir deilingar á samfélagsmiðla.

Með þessum nýju reitum og innsetningu myndar getur ritstjóri stýrt því hvaða mynd og texti birtist þegar tiltekinni síðu í veftrénu er deilt á samfélagsmiðla. En undanfarið hefur þetta verið ein af mest umbeðnu viðbótunum frá viðskiptavinum okkar.

Forskoðun á deilingu

Við vekjum athygli á að með Facebook debugger tólinu frá Facebook er hægt að skoða hvernig deiling kemur út áður en viðkomandi síðu er deilt, þannig er hægt að gera breytingar á mynd og texta áður en nokkru er deilt inn á Facebook. Með þessu tóli er einnig hægt að gefa skipun inn í Facebook til að uppfæra lýsigögnin, en lýsigögn sem einu sinni eru sótt eru annars vistuð í minninu á Facebook í ótiltekinn tíma (sem er alltaf of lengi). Hnappurinn til að uppfæra lýsigögn er merktur „scrape again“.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig viðbótin lítur út þegar nóðu í veftré er breytt, við hefur bæst nýr flipi fyrir samfélagsmiðla, en þar munum við í framtíðinni bæta við fleiri eiginleikum eftir því sem við á.

Deiling í veftré í Moya