Skalanleg hönnun

20. maí 2015
Stefna Ehf
Síðustu 2 árin hefur netnotkun í smartsímum þrefaldast og skv. rannsókn Hagstofunnar (sept. 2012) tengjast 44% netnotenda á Íslandi netinu með farsíma eða snjallsíma.

Síðustu 2 árin hefur netnotkun í smartsímum þrefaldast og skv. rannsókn Hagstofunnar (sept. 2012) tengjast 44% netnotenda á Íslandi netinu með farsíma eða snjallsíma.

Fólk á ferðinni hefur mjög ólíkar þarfir miðað við þá sem sitja einbeittir við tölvuskjáinn sinn. Til að mynda er algengt að fólk byrji upplýsingaleit og viðskipti í símanum sínum en flytji sig svo yfir í tölvuna til að klára dæmið. Því er mjög mikilvægt að fyrirtæki passi að vefsvæðin séu aðgengileg smartsímanotendum, svo þeir finni það sem þeir leita að bæði hratt og vel.

Fyrirtæki eru í auknum mæli að átta sig á því að þarfir þessa notendahóps má ekki hunsa þar sem allar vefsíður eru aðgengilegar í gegnum farsíma og spjaldtölvur, hvort sem þær eru hannaðar með þessa notkun í huga eða ekki.

Með því að hanna vefsvæðið með þennan notendahóp í huga er hægt að tryggja að upplifun notenda sé góð.

Starfsfólk Stefnu hefur mikla reynslu af skalanlegri hönnun á vefsvæðum og hefur gert marga slíka vefi. Sem dæmi má nefna stapi.is og icelandairhotels.is.