Snjalltækjavæðing

05. september 2013
Stefna Ehf
Fjöldi fólks sem er farið að vafra um veraldarvefinn í snjalltækjunum sínum er á gríðarlegri uppleið. Í dag er áætlað að um 15% af allri netumferð sé úr símum og spjaldtölvum.
Fjöldi fólks sem er farið að vafra um veraldarvefinn í snjalltækjunum sínum er á gríðarlegri uppleið. Í dag er áætlað að um 15% af allri netumferð sé úr símum og spjaldtölvum.

Fjöldi fólks sem er farið að vafra um veraldarvefinn í snjalltækjunum sínum er á gríðarlegri uppleið. Í dag er áætlað að um 15% af allri netumferð sé úr símum og spjaldtölvum. Hraði og aðgengileg hönnun sem passar við skjáinn skiptir því alltaf meira og meira máli. Engin ein skjástærð hefur meira en 20% markaðshlutdeild og því þarf að hugsa út í mjög margar skjástærðir þegar kemur að hönnun og uppsetningu. Ekki er þar með sagt að það þurfi að hanna fyrir hverja einustu skjástærð, en það þarf að hanna að lágmarki þrjár stærðir til að fullnægja grunn þörfum.

Þegar verið er að setja upp snjallvef þá er hann hannaður til þess að veita sem besta upplifun, sama hvaða tæki eða skjástærð notandi er að skoða vefinn í. Vefurinn er hannaður þannig að hann aðlagast skjástærð þannig að vefurinn kemur alltaf vel út, hvort sem verið er að skoða hann í stórum tölvuskjá, fartölvu, spjaldtölvu eða jafnvel síma. Þar með þarf ekki að vera með sérstakan mobile vef og allt utanumhald verður mun auðveldara. Dæmi um snjalla vefi sem Stefna hefur hannað og sett upp eru www.ferdamalastofa.is og www.stapi.is.