Þjónusturof 13. febrúar 2024

14. febrúar 2024
Björn Gíslason
Laust fyrir 16.00 síðdegis í gær, 13. febrúar, fór miðlægur þjónn að skila villum, sem vatt upp á sig og í framhaldinu leiddi til þjónusturofs er fjöldi vefsíða fór að skila kerfisvillum.

Sjálfvirkt eftirlitskerfi lét vita af vandamálinu samstundis og gátu kerfisstjórar Stefnu brugðist hratt við sem leiddi til þess að þjónusturof varði um 11 mínútur, þ.e. frá 16:05 til 16:16.

Beðist er velvirðingar á þeirri röskun sem þetta kann að hafa valdið. Kerfisstjórar Stefnu eru að yfirfara atvikið og reynt verður að tryggja að sambærilegt atvik geti ekki endurtekið sig.