Usability - hvað er nú það?

21. janúar 2014
Stefna Ehf
Usability er eitt af þessum ensku orðum sem erfitt er að íslenska því allar tilraunir til þess draga á einhvern hátt úr merkingu orðsins. En hvað er þetta þá?
Usability er eitt af þessum ensku orðum sem erfitt er að íslenska því allar tilraunir til þess draga á einhvern hátt úr merkingu orðsins. En hvað er þetta þá?

Usability er eitt af þessum ensku orðum sem erfitt er að íslenska því allar tilraunir til þess draga á einhvern hátt úr merkingu orðsins. Google Translate vinur minn leggur til orðin notagildi, nothæfi og notkunarmöguleikar, en ekkert þeirra nær samt alveg að 'púlla' þetta. 

Skv. ISO skilgreiningunni er usability:

"The extent to which a product can be used by specific users to reach specific goals with effectiveness, efficiency and satisfaction in a specified context of use". 

Merkilegt hvað 9 stafa orð getur haft mikla merkingu þegar ISO er kominn í spilið. Það eru auðvitað til margar aðrar skilgreiningar á usability en þessi er ágæt því hún felur í sér mikilvægustu atriðin fyrir usability rannsóknir sem snúa að vefsvæðum.

 

Notendur

Til að ná árangri er nauðsynlegt að þekkja notendurna. Algengt er að fyrirtæki hafi einhverja hugmynd um hverjir viðskiptavinirnir eru en þessar hefðbundnu lýðfræðiupplýsingar eins og aldur, kyn og þjóðerni gagnast yfirleitt lítið. Seth Godin var með góða bloggfærslu um daginn þar sem hann segir að það sem skiptir máli að vita um viðskiptavini sína í dag er:

  • Hverju trúa þeir?
  • Hverjum treysta þeir?
  • Hvað eru þeir hræddir við og hvað líkar þeim?
  • Eftir hverju eru þeir að leita?
  • Hverjir eru vinir þeirra?
  • Um hvað tala þeir?
Með rannsóknum og viðtölum við notendur öðlast maður þekkingu og umfram allt skilning á notendum sem gerir okkur kleyft að taka upplýstar ákvarðanir í hönnuninni. Allir sem hafa farið í gegnum einhvers konar hönnunarnám þar sem hönnunin felur í sér viðmót fyrir notendur hafa heyrt þessa setningu margoft, og örugglega brennt sig á henni líka:
 
Usability lexía #1: Þú ert ekki notandinn. 
 
 
 

Markmið

User NeedsMeð 'specific goals' er átt við markmið notanda á vefsvæðinu. Til hvers kemur hann þarna, hvaða spurningar hefur hann, að hverju er hann að leita? Markmið þeirra sem halda úti vefnum eru oft önnur og öllu mælanlegri - selja meira, bóka meira, fá fleiri 'like'

Og þó að það sé nauðsynlegt að öll söluferli séu með skýra og auðvelda leið frá A til B (sem hægt er að besta með usability prófunum) þá er það staðreynd að flestir sem vafra um veraldarvefinn eru fyrst og fremst í upplýsingaleit.

Skilningur á markmiðum notenda gerir okkur kleyft að svara þeim spurningum sem notendur okkar hafa. Og þegar kemur að því að kaupa vöruna eða bóka ferðina, hvert munu þeir snúa sér? Til þeirra sem hlusta og leggja sig fram um að svara spurningum þeirra, eða þeirra sem gera það ekki?

Það eru margar leiðir til að mæla hversu vel notendum tekst að ná markmiðum sínum:

Effectiveness: Náðir þú markmiðinu þínu?  Já eða nei.
Efficiency:  Hversu lengi varstu að finna það sem þú leitaðir að? Ekki viljum við vera þekkt fyrir að eyða dýrmætum tíma fólks.
Satisfaction: Ánægð/ur? Mikilvægi þess að skilja við viðskiptavininn ánægðan verður seint ofmetið.

 

Notkunarsamhengi (e.context of use)

Notkunarsamhengið, eða með öðrum orðum þær aðstæður sem notkunin á sér stað í, getur gefið mikilvægar upplýsingar um hvað þarf að leggja áherslu á á vefsvæðinu. Fyrir fáum árum var þetta mun einfaldara en það er í dag. Þá var þetta jafnvel bara spurning um 'í vinnunni' vs. 'heima' en í dag þegar fólk getur verið á netinu hvar sem er, hvenær sem er; í tölvu, spjaldtölvu, snjallsíma eða jafnvel úrinu sínu - þá er notkunarsamhengið farið að skipta mun meira máli. Er vefsvæðið t.d. þess eðlis að líklegt sé að margir noti það í símunum sínum þegar þeir eru á ferðinni, eða verður það líklega mest notað á kvöldin þegar fólk getur vafrað í ró og næði? Það eru til ótal rannsóknir á því á hvaða tímum dagsins fólk notar mismunandi vefi og hvernig ytri aðstæður hafa áhrif á hvaða tæki eru notuð til að komast á netið. Gagnlegt getur verið að velta þessu fyrir sér áður en farið er af stað í hönnun.

Context Google Insights

Google gaf frá sér The New Multi-Screen Worlds Study árið 2012 til að reyna að varpa smá ljósi á fjölbreytileikann í því hvernig notendur vafra um vefinn. Eflaust hafa tölurnar breyst á síðustu 18 mánuðum en þessi rannsókn gefur okkur mynd af því landslagi sem við erum stödd í. 

 

Ok, ég skil .. en hvar byrja ég?

 

Usability memeEf þú vilt skyggnast aðeins undir yfirborðið og öðlast betri skilning á notendunum þínum er Google Analytics gott tól til að byrja með. Þar er hægt að taka út allskonar tölfræði um hvernig fólk hreyfir sig á vefnum, hvaðan fólk er að koma, hvar mesta brottfallið er o.s.frv. 

Gallinn við svona tölfræði er samt sá að þó að hún geti gefið vísbendingar um 'hvað' er að, þá segja tölurnar okkur lítið um 'af hverju'. Sá skilningur næst aðeins með rannsóknum - á notendum, markmiðum þeirra og notkunarsamhenginu. 

 
 
Halla
 
 
Halla Hrund Skúladóttir
Usability sérfræðingur Stefnu