Meirihluti pantana Greifans í gegnum netið

28. mars 2021
Pétur Rúnar
Veitingastaðurinn Greifinn á Akureyri hefur nýtt sér pöntunarkerfi Stefnu á vef sínum í mörg ár. Kerfið einfalt og vinsælt meðal viðskiptavina sem flestir nýta vefinn eða app til að panta mat.

Veitingastaðurinn Greifinn var einn af fyrstu viðskiptavinum hugbúnaðarfyrirtækisins Stefnu en staðurinn hefur notað pöntunarkerfi þeirra frá árinu 2007 en kerfið er í stöðugri þróun. Arinbjörn Þórarinsson, framkvæmdastjóri Greifans, er mjög ánægður með samstarfið en nú á næstu dögum fer í loftið nýr vefur sem Stefna hefur verið að vinna fyrir veitingastaðinn.

Arinbjörn„Reynsla okkar var sú, að strax á fyrsta árinu var helmingur pantana farinn að berast gegnum vefinn og á innan við tveimur árum var talan komin upp í 70 prósent. Árið 2012 var svo búið til app svo hægt væri að panta í gegnum snjallsíma. En þá voru vefsíður ekki eins notendavænar fyrir síma og í dag og appið því betra. Í dag fara flestar pantanir í gegnum appið,“ segir Arinbjörn.

„Nýi vefurinn er aftur á móti skalanlegur fyrir öll tæki svo þú finnur lítinn mun á því hvort þú ert í appinu eða á vefsíðunni.“

Arinbjörn segir að samstarfið við Stefnu hafi alltaf verið mjög náið. „Við höfum verið með sama forritara frá upphafi en það eru mikil verðmæti í því fyrir okkur. Við höfum nánast haft beint aðgengi að forritara ef það er eitthvað sem við viljum láta laga og ef það eru einfaldari verkefni þá er það sent á hjálparborðið hjá Stefnu og verkefnin eru leyst hratt og örugglega. En við getum líka bætt inn sjálf tilboðum og réttum á matseðilinn án þess að það þurfi að fara í gegnum Stefnu. Notendaviðmótið er mjög þægilegt.“

Arinbjörn segist sannarlega geta mælt með pöntunarkerfi Stefnu. Það sé einfalt og þægilegt í notkun og sveigjanleikinn mikill. „Ég mæli líka klárlega með Stefnu sem fyrirtæki. Við hefðum ekki verið í viðskiptum við þá allan þennan tíma nema við værum ánægð með þá.“

Arinbjörn er mjög ánægður með samstarfið við Stefnu.

Matseðilinn á netið

Á þessum sérstöku tímum hefur Stefna verið að bjóða eigendum veitingahúsa pöntunarvef sinn með flýtimeðferð. Stefna hefur áralanga reynslu af uppsetningu og rekstri á pöntunarkerfi veitingastaða. Með flýtimeðferðinni geta eigendur veitingahúsa og matsölustaða nú fengið tilbúinn pöntunarvef frá Stefnu á skömmum tíma. Þjónustan er hugsuð til að eigendur veitingastaða geti brugðist við breyttri hegðun viðskiptavina vegna heimsfaraldursins.

Viðskiptavinir kjósa margir að panta mat á netinu og sækja eða fá matinn heimsendan frekar en að setjast inn á veitingahús. Með því að bjóða upp á að panta mat á netinu verður veitingahúsið aðgengilegt fyrir fólk í sóttkví eða fólk sem vegna ástandsins kýs að halda sig heima.

Pétur Rúnar Guðnason, mark­aðsstjóri hjá Stefnu segir að ástæða þess að Stefna geti boðið upp á svona snögga þjónustu sé að pöntunarkerfið sé þegar til. Það eina sem þarf að gera er að setja upp logo fyrirtækisins, setja inn matseðilinn og mögulega að setja upp prentara á veitingahúsunum svo pantanirnar berist.

„Viðskiptavinurinn getur skráð sig inn á vefinn með sms-i og hann fær svo sms þegar maturinn er tilbúinn. Það er hægt að bjóða viðskiptavinum upp á að breyta réttum, sleppa einhverju eða bæta við, allt eftir því hvað veitingastaðurinn leyfir. Eins er hægt að setja upp valmynd fyrir sérstök tilboð,“ segir Pétur.

Eigendur veitingastaðanna senda matseðilinn til Stefnu sem setur hann inn á pöntunarvefinn. „Það eina sem við sjáum ekki um er að keyra matinn heim,“ segir Pétur.

Langflestir viðskiptavinir Greifanst nota pöntunarvefinn eða appið til að panta mat.

„Það er engin þóknun fyrir hverja pöntun, viðskiptavinir okkar borga bara mánaðargjald til Stefnu og þurfa ekki að hafa áhyggjur af öðrum kostnaði. Rekstrarmódelið er því veitingahúsaeigendum í hag hvað varðar fjölda pantana. Kúnninn borgar bara verð samkvæmt matseðli en svo er það undir staðnum komið hvort hann rukki fyrir heimsendingu. Það er hægt að skilgreina mismunandi verð á heimsendingu eftir póstnúmerum til dæmis. Það fer bara allt eftir því hvað veitingastaðurinn ákveður sjálfur.“

Pétur segir að pöntunarkerfi Stefnu bjóði upp á mikinn sveigjanleika. Kerfið er íslenskt og hugvitið á bak við það líka. Auk Greifans á Akureyri hafa ýmsir veitingastaðir notað pöntunarkerfi stefnu með góðum árangri. Má þar nefna Saffran, Sprett-Inn, KK restaurant og Múlakaffi veisluþjónustu.

Smelltu hér til að senda okkur fyrirspurn

Flatbökur