Við bjóðum ráðgjöf og kennslu

14. febrúar 2020
Pétur Rúnar
Við bjóðum ráðgjöf, faglega yfirferð og kennslu fyrir vefinn þinn.

Markmið okkar að veita framúrskarandi þjónustu rímar vel við þá hugsun að styðja við viðskiptavini okkar með virkum hætti. Með reglubundnum stöðufundum förum við yfir þau atriði sem betur mega fara, hvaða nýjungum við höfum unnið að undanfarið og hvernig þjóna megi markmiðum viðskiptavina okkar sem best - hvort sem það viðkemur þjónustu eða sölu.

Mikilvægt er að þekkingu sé viðhaldið og þegar nýir aðilar koma að ritstýringu á vefnum getum við boðið kennslu út frá þeirri uppsetningu sem viðkomandi vefur er með. Slík yfirferð getur sparað mikinn tíma, því oft eru möguleikar til staðar sem ekki eru augljósir við fyrstu sýn.

Námskeið og kennsla

Við höldum einnig reglulega opin námskeið fyrir viðskiptavini okkar þar sem tækifæri gefst á að hitta aðra vef- og ritstjóra, koma fram spurningum og segja frá sinni reynslu.

Vilt þú bóka með okkur fund, fá kynningu, kennslu eða sitja hjá okkur námskeið? Hafðu samband!