1486499780_cguskehf_lldes160006-edit.jpg

Landssamtök lífeyrissjóða hafa innan vébanda sinna 24 lífeyrissjóði sem í voru um 250 þúsund greiðandi sjóðfélagar í lok árs 2016. Allir lífeyrissjóðir landsins eru aðilar að samtökunum.

Landssamtök lífeyrissjóða höfðu í nokkurn tíma haldið úti fjórum vefsíðum sem gerði allt kynningarstarf óþarflega þungt í vöfum. Þetta voru vefsíða samtakanna sjálfra, vefsíðan Gott að vita, þar sem finna mátti svör við helstu spurningum fólks um lífeyrismál, vefsíðan Lífeyrisgáttin þar sem hægt er að kalla fram heildaryfirlit yfir réttindi í lífeyrissjóðum og vefsíðan Vefflugan sem hýsti rafrænt fréttabréf sem samtökin gáfu út um nokkurt skeið.

Stefna kom, sá og sigraði

Þegar ákvörðun var tekin um að reyna að einfalda upplýsingagjöfina leituðum við eftir samstarfi við nokkra aðila og völdum Stefnu, aðallega vegna hagstæðs verðs en einnig vegna þess hversu „heimilisleg“ þau virkuðu og opin fyrir nýjungum og tenging þeirra við landsbyggðina skipti líka máli. Það koma á daginn að við völdum vel. Allt samstarfið við Stefnu hefur verið til fyrirmyndar og þar á bæ eru vandamálin til að leysa þau. Ekkert vandamál er of stórt, sama hvar borið er niður, hvort sem er í High Charts fyrir línurit og hagtölur eðaMail Chimp fyrir fréttabréf. Málin eru einfaldlega leyst. 

Við erum mjög stolt af nýju síðunni okkar Lífeyrismál.is og það er gott að vita til þess að hér eru allir tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til að gera lífeyrismál eins aðgengileg almenningi og kostur er.

Rakel Fleckenstein Björnsdóttir
Verkefnastjóri

Líkar þér við það sem þú sérð?
Hafðu samband