go2710-2015-0028-2.jpg

Stjórnvísi er stærsta stjórnunarfélag landsins með 3.000 virka félagsmenn og öflugt tengslanet. Félagið er ekki rekið í hagnaðarskyni og byggist starfið á um 19 faghópum sem hver og einn stendur að viðburðum, fræðslu og upplýsingamiðlun með vef, viðburðum og rafrænum samskiptum, t.d. á Facebook síðum og með póstsendingum. Stjórnvísi er einn af þremur aðilum að Íslensku ánægjuvoginni og veitir árlega Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi.

Við höfum endurhannað vef Stjórnvísi, en markmiðið með hönnuninni var að einfalda framsetningu og bæta flæði stórlega.

Vefur Stjórnvísi er kjarninn í starfinu, þar fer fram skráning á viðburði og margs konar miðlun upplýsinga. Allir félagar geta skráð sig inn, skráð sig í faghópa og þannig fylgst með og tekið þátt í starfinu.

Við höfum átt afar gott samstarf við stjórn og framkvæmdastjóra Stjórnvísi frá því við tókum við verkefninu, sem vantaði orðið nýtt heimili. Fljótlega fóru að koma upp hugmyndir um endurhönnun og bætt upplýsingaflæði, en nýtt útlit er fyrsta skrefið í því að einfalda framsetningu og auðvelda þannig félögum að eflast í starfinu.

Til baka: Félög og samtök

Bakgrunnur

Fleiri verkefni

shutterstock_713573206.jpg

„Árið 2018 fórum við af stað í að endurnýja heimasíðuna okkar. Við ákváðum að ganga til samninga við Stefnu og erum við einstaklega ánægð með þá ákvörðun. Strax frá byrjun hefur starfsfólk Stefnu lagt sig fram við að koma til móts við okkar hugmyndir sem og komið með góðar lausnir varðandi útlit og úrvinnslu.

Vefumsjónarkerfið Moya er þægilegt í notkun og auðvelt að læra á það. Öll þjónusta er til fyrirmyndar og spurningum er svarað fljótt og fagmannlega hvort sem það er í gegnum þjónustuborðið eða tölvupóst.“

Árný Lára Karvelsdóttir
Markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra

Líkar þér við það sem þú sérð?
Hafðu samband