brimborg-solrikt.jpg

Brimborg er eitt öflugasta fyrirtæki landsins í innflutningi, sölu, þjónustu og útleigu á farar- og flutningatækjum til atvinnurekstrar eða einkanota. Uppgangur Brimborgar hefur verið mikill. Fyrirtækið rekur í dag bílaumboð, bílasölu, bílaleigu og víðtæka varahluta- og verkstæðisþjónustu fyrir bíla og atvinnutæki í hæsta gæðaflokki.

„Við hjá Brimborg hófum samstarf við Stefnu haustið 2012 og innleiddum þá Moya vefumsjónarkerfið eftir nokkra leit að heppilegu vefsumsjónarkerfi og samstarfsaðila til að endurnýja alla vefi félagsins sem eru fjölmargir. Síðan þá hafa starfsmenn Stefnu ofið fyrir okkur marga vefi í samvinnu við starfsmenn Brimborgar.

Sett voru krefjandi markmið með nýju vefunum. Skemmst er frá því að segja að verkefnin gengu öll upp, öll markmið hafa náðst, öll voru þau á tímaáætlun og sum gengu jafnvel hraðar fyrir sig en áætlað var og öll innan upphaflegrar fjárhagsáætlunar.

Samskipti við starfsmenn Stefnu gengu mjög vel, góður skilningur á verkefnum, menn óhræddir að skiptast á skoðunum og kostnaður við aukaverk sanngjarn þannig að aldrei þurfti að gera athugasemdir við reikninga. Kerfið er auðvelt í notkun og starfsmenn Brimborgar voru fljótir að tileinka sér notkun þess en um leið er það sveigjanlegt og hægt hefur verið að leysa allar þarfir okkar með kerfinu. Allir vefirnir eru skalanlegir sem hefur skilað sér margfalt í bættri þjónustu og aukinni sölu.

Leitarvélabestun var eitt af mikilvægari markmiðum með innleiðingu á nýju vefumsjónarkerfi. Starfsmenn Brimborgar höfðu unnið mikla greiningarvinnu áður en vefirnir voru hannaðir og ein af stórum ástæðum þess að Moya vefsumsjónarkerfið var valið var vegna þess hvernig kerfið leysir leitarvélabestun á einfaldan en um leið skilvirkan hátt. Á aðeins nokkrum vikum náðust flest okkar markmið um leitarvélabestun fyrir alla nýju vefina og fyrir þrjá fyrstu vefina sem hafa verið í loftinu í nokkra mánuði hafa öll markmið náðst.

Brimborg hefur ákveðið að vinna áfram með Stefnu að innleiðingu fleiri vefsvæða félagsins til viðbótar við þau sjö sem nú þegar hafa verið innleidd.“

Egill Jóhannsson
Forstjóri

Brimborg.

  • brimborg-bilaumbod-ford-volvo-mazda-citroen-volvo-atvinnutaeki.jpg
Líkar þér við það sem þú sérð?
Hafðu samband