24052014-vma-vorutskrift-i-hofi-0184.jpg

Nemendur eru hornsteinn Verkmenntaskólans. Það að þeir þroskist, öðlist sjálfstraust, líði vel, tilheyri hópnum og tileinki sér ákveðna leikni, þekkingu og hæfni skiptir mestu máli. Til að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda býður Verkmenntaskólinn uppá fjölbreyttar námsleiðir, góða þjónustu og mikinn stuðning við nemendur.

Gildi skólastarfsins og einkunarorð skólans eru: Fagmennska  - Fjölbreytni - Virðing.

„Heimasíðan er orðin myndrænni og stílhreinni, sérstaklega þegar hún er skoðuð í spjaldtölvu og í síma. Við þurfum að geta sett inn upplýsingar og náð til nemenda í gegnum heimasíðuna, sérstaklega núna þegar heimasíðan verður jafnframt skólanámsskrá skólans.

Við hönnun síðunnar fengum við starfsfólk Stefnu í lið með okkur og fengum við góða faglega leiðsögn á öllum þáttum í tengslum við uppsetningu heimasíðunnar þar sem áherslan var á þau tæki sem nemendur nota helst til að skoða heimasíðuna t.d. í gegnum símana sína.  Síðan var sett upp og hönnuð út frá þörfum nemenda,starfsemi skólans og starfsmanna. Samstarf við starfsfólk Stefnu var afar gott og með því samstarfi varð til flott og aðgengileg heimsíða.“

Sigríður Huld Jónsdóttir
Aðskoðarskólameistari

Nýr vefur Verkmenntaskólans á Akureyri, vma.is, var opnaður á 30 ára afmælishátíð skólans, 4. október 2014.

Vandað var til undirbúnings, því ferlið hófst á að gerð var könnun meðal kennara skólans, nemenda hans og foreldra þeirra um notkun á vefnum. Sú könnun leiddi ýmislegt áhugavert í ljós, sem nýttist vel við vefhönnun okkar:

  • 70% nemenda skoða vefinn í snjallsíma
  • Vinsælasta efnið meðal nemenda og foreldra er skóladagatalið
  • Nemendur sækja einnig mikið upplýsingar um áfangalýsingar og viðtalstíma starfsfólks
  • Meðal allra hópa er mikil ánægja með fréttaskrif á vefnum

Stuðst var við niðurstöður úr könnuninni þegar vefhönnun hófst og passað vel upp á aðgengi í mest sótta efnið. Skóladagatal, tilkynningar og viðtalstímar kennara eru áberandi auk þess sem fréttir fá að njóta sín á myndrænan hátt - en innan skólans starfar öflugur fréttamaður. Auk þess var vefurinn settur upp fyrir snjallsíma og spjaldtölvur til að koma til móts við nemendahópinn, og aðra í þeim sífellt stækkandi hópi netnotenda sem kjósa að vafra um vefinn í farsímum og spjaldtölvum (iPad).

Við óskum nemendum og kennurum Verkmenntaskólans til hamingju með þennan glæsilega vef

  • verkmenntaskolinn-a-akureyri.jpg
Líkar þér við það sem þú sérð?
Hafðu samband