SSL á vefinn

Hvað er SSL skírteini?
SSL skírteini breytir samskiptamáta milli notanda og vefsvæðis. Ef það er SSL á vef þá er notast við svokallað Hyper Text Transfer Protocol Secure (HTTPS).  Með því að nota HTTPS þá eru öll samskipti milli notenda og vefsíðunnar dulkóðuð. Það þýðir að ekki er hægt að "hlera" notendanafn og lykilorð eða aðrar upplýsingar þegar maður skráir sig inn eða fyllir út eyðublað.
 
Hver er annar gróði við að nota HTTPS?
Fyrir utan aukið öryggi þá líður notendum betur með að nota örugg vefsvæði þegar ritaðar eru inn upplýsingar (t.d. eyðublöð). Í dag er Google að láta sérstaklega vita ef vefur er ekki öruggur og vefsvæði sem eru að nota SSL koma betur út í leitarniðurstöðum. Því er ljóst að SSL gagnast öllum.
 
Hvað kostar það?
Við viljum gefa sem flestum færi á að fá sér SSL skírteini og bjóðum því upp á uppsetningu á skírteini á vefum sem eru komnir í loftið fyrir aðeins 10.000 án vsk. í eitt skipti fyrir hvern vef.
Það þýðir að við setjum upp skírteinið og setjum vefinn í sjálfvirka endurnýjun þannig að það þarf ekki að greiða endurnýjunargjald og það verður engin viðbót við mánaðargjöld.
 
Uppfærsla í SSL er í boði á þessu verði til 1. maí 2017.
Mikilvægt er að skrá rétt netfangið svo við getum látið vita af framgangi beiðninnar.
Ritið inn slóðina með .is endingu (eða annarri endingu ef við á).