Einingar í Moya beita mismunandi aðferðum við utanumhald og birtingu mynda.
Sjá einnig: Kennslumyndband um skráakerfið í Moya.
Nokkrar af einingum hafa eina aðalmynd fyrir tiltekið efni sem er búið til.
Myndin er klippt til sjálfkrafa (úr miðju) til að samræmt útlit haldi sér.
Myndin er sett inn í „Mynd“ flipann þegar ný færsla er búin til eða henni breytt. Í uppsetningu hvers vefsvæðis eru skilgreindar þær stærðir sem eiga við útlitið, þannig getur verið mynd í hlutföllunum 1:1 (kubbur) á forsíðu, 4:3 (landscape) á yfirlitssíðu og 16:9 (landscape) þegar komið er inn í fréttina.
Slíkar myndir fara hvorki inn í skráasafn né myndasafn.
Góð ráð vegna myndar við fréttir:
Hver auglýsing (yfirleitt borði/banner) hefur eina aðalmynd sem er tengd við auglýsinguna (á sama hátt og frétt/viðburður).
Myndin er sett inn við „Skrá“ í stillingum auglýsingar og er hún þá sniðin í rétta stærð miðað við skilgreinda stærð auglýsingasvæðisins sem halað er upp í. Stærðina má í pixlum við nafn svæðisins sem valið er úr fellilistanum og er gott að forvinna myndina í þá stærð. Hægt er að velja „Ekki breyta stærðum mynda“ sé þess óskað að myndin sé ekki sniðin til, en það getur haft í för með sér að útlitið fari í hönk.
Mynd sem tengd er auglýsingu fer ekki sjálfkrafa í skráasafn eða myndasafn.
Skipulag er þannig að hvert myndasafn inniheldur eitt eða fleiri albúm. Myndasafni má svo bæta inn í veftré, og birtast þá öll albúmin á þeirri síðu (eitt eða fleiri).
Hægt er að tengja eitt stakt albúm við frétt.
Myndaalbúm er ekki sýnilegt út á vefinn fyrr en það er sett í safn sem er í veftré eða tengt við frétt.
Kerfið sér um að vísa rétt í stærðir og nöfn mynda, skipulagi albúma og safna má breyta eftirá án þess að hætta sé á að eitthvað fari úr skorðum.
Skráasafn heldur utanum allar skrár sem vísað er í, sér í lagi PDF skjöl en einnig myndir. Þær myndir sem fara inn í skráasafnið er alltaf vísað í úr textaritlinum með viðeigandi íkoni.
Passa þarf upp á stærð myndanna, því kerfið sníðir myndirnar ekki til sjálfkrafa.
Ritstjóri þarf að leggja línurnar í strúktúr/skipulagi á skráasafninu, mikilvægt er að nafn mynda og staðsetningu þeirra í möppum sé ekki breytt án þess að vísunum í þær sé breytt handvirkt. Kerfið sér ekki um að viðhalda vísunum í myndir sé nafni á skránum breytt eftirá.
Þegar mynd er sett inn á síðu er hún valin úr skráasafninu.
Þegar vísað er í mynd í skráasafninu ætti að velja “Klasi” sem align-right eða align-left ef myndin á að birtast hægra megin eða vinstra megin við texta.
Forðist að nota Jöfnun/Stærðir og lárétta/lóðrétta loftun. Sú aðferð er úrelt og styður ekki nægilega vel við birtingu fyrir spjaldtölvur/snjallsíma.
Aðferð við að smækka mynd til birtingar í textasvæði á síðum og víðar (sjá mynd fyrir neðan):
Búið til afrit af myndinni, ef það á að geyma upphaflega stærð eða vísa í stærri útgáfu (smellt á afrits-íkon).
Nafninu breytt, t.d. úr koalabjorn (copy).jpg í koalabjorn-min.jpg (smellt á blýants-íkon).
Hægri-smellt á skrána (myndina) og valið „Endurvinna myndastærð“.
Valin breidd eða hæð sem á að skilyrða við, gott er að marka samræmda stefnu um þessa stærð fyrir vefinn í heild, t.d. 250, 460 eða 550.
Tvísmellt á myndina í skráasafninu, svo vísun sé í hana.
Sé ætlunin að vísa í stærri mynd (þegar notandinn smellir) má velja að hlekkja í hana og í hlekknum valin vísun í stóru myndina.
Til að stóra myndin birtist í sprettiglugga er valið “fancybox” undir “Klasi” á hlekknum.
Komdu í kaffi til okkar og við förum yfir þín mál og gerum tilboð sem hentar þinni starfssemi.
s. 464 8700