Myndir með texta, vistaðar í skráarsafnið

Þegar myndir eru settar inn í textaritilinn (til dæmis í texta síðu, frétta eða viðburðar) vistast hún í skráarsafninu. Þar eru myndirnar geymdar eins og aðrar skrár (til dæmis PDF skjöl).

TIl að bæta mynd við úr textaritlinum er smellt á mynda-íkonið úr stikunni eða valið "Setja inn > Mynd".

Þegar vísað er í mynd í kringum texta ætti að velja “Klasi” sem align-right eða align-left ef myndin á að birtast hægra megin eða vinstra megin við texta.

Mikilvægt:

Passa þarf upp á stærð myndanna, því stærðum í textaritlinum eru ekki breytt sjálfkrafa.

Aðferð við að velja rétta stærð myndar til birtingar í textasvæði á síðum og víðar:

  1. Smellið á myndina og veljið "Breyta mynd" íkonið sem þá birtist.
  2. Í glugganum sem þá birtist er smellt á íkonið með örvunum tveimur til að breyta stærð
  3. Þá breytist glugginn og breidd myndarinnar sést í fyrri reitnum (hér 1200 pixlar). Breytið þessu gildi í það sem passar fyrir vefinn, til dæmis 1000 fyrir mynd í fullri breidd eða 480 fyrir hliðraða mynd. Stærðin sem hentar þínum vef má finna t.d. í fréttamyndum eða á forsíðu (til að gæta samræmis).
  4. Veljið staðfesta og Vista og þá verður sjálfkrafa til afrit af myndinni í nýrri stærð. 
  5. Kerfið bætir við upprunalegt nafn myndarinnar í skráarsafninu. Ef farið er í upplýsingar um myndina, með því að smella á íkonið má sjá nýja stærð og breytt nafn, hér bættist "-1645787088284" við upprunalegt nafn.

Sé ætlunin að vísa í stærri mynd (þegar notandinn smellir) má velja að hlekkja í hana og í hlekknum valin vísun í stóru myndina.

Til að stóra myndin birtist í sprettiglugga er valið “fancybox” undir “Klasi” á hlekknum.

Skipulag mynda í skráarsafninu

Ritstjóri þarf að leggja línurnar í strúktúr/skipulagi á skráasafninu, mikilvægt er að nafn mynda og staðsetningu þeirra í möppum sé ekki breytt án þess að vísunum í þær sé breytt handvirkt. Kerfið sér ekki um að viðhalda vísunum í myndir sé nafni á skránum breytt eftirá.

Sjá einnig: Kennslumyndband um skráakerfið í Moya.

 

Vefur í loftið, fleira gagnlegt: