Öflugri viðskipti á netinu

20. september 2017
Pétur Rúnar
Nokkur ráð byggð á reynslu okkar á viðskiptum á netinu.

Í viðskiptum á netinu er nauðsynlegt að hafa hugann við efnið. Hér á eftir fara nokkur ráð byggð á reynslu okkar af fjölmörgum verkefnum þar sem ýmist er verið að selja ferðir, skyndibita, gistinguvörur eða þjónustu.

Segðu það með myndum - segðu það með sögu

Sem mannverur höfum við sjálfkrafa áhuga á myndrænni framsetningu frekar en langlokum í texta. Mjög sterk þróun er í þessa átt í vefbransanum almennt - það einskorðast ekki bara við viðskipt á netinu. Með myndum skarar þú framúr keppinautum þínum og með flottum myndum geta orðið sterk hughrif hjá tilvonandi viðskiptavinum.

Með því að segja söguna af því hvernig varan varð til, hver upplifun annarra viðskiptavina hefur verið af henni, hvernig hún kemur til með að nýtast kaupendum (eða hvernig þeir njóta).

Features tell, but benefits sell

Ekki einblína um of á valkosti og eiginleika vörunnar, sem hluta af sögunni sem þú segir er rétt að leggja áherslu á ávinning fyrir viðskiptavininn. Þegar talað erum eiginleika er gott að setja þetta í samhengi og jafnframt draga fram hvernig vara þín og þjónusta skarar framúr í samkeppninni. Notaðu orðalag og myndmál sem viðskiptavinir þínir skilja og tengja við, þ.e.a.s. sömu orð og þeir nota augliti til auglitist (og nota þ.a.l. í leitarvélinni).

Vertu viss um að allt virki

Prófanir eru oft vanmetnar, sérstaklega ef ábyrgð á prófunum liggur í lausu lofti. Með prófunum er bæði átt við sjálfa virknina en líka notendaprófanir sem eru forsenda þess að skilja hvað er að virka og hvað gæti betur farið. Þegar stílað er inn á ferðamannamarkað er gott að hafa það í huga við val á prófanahópi.

Prófanir og fínpússun á sjálfu kaupferlinu ættu að vera í forgrunni.

Farsímaútgáfan er í forgangi

Liðin er sú tíð þegar farsímaútgáfa af vefnum var eftirápæling. Upplifun notenda í farsíma þarf að vera í forgrunni og taka tillit til ofangreindra þátta. Upplifun notenda þarf að vera framúrskarandi á smáum skjá. Með niðurfellingu reikigjalda innan ESB og EES eru engar hömlur lengur á farsímanotkun ferðamanna, svo dæmi sé tekið.

Fylgstu með árangri

Til að vita hvað er að virka þarf að fylgjast með árangrinum og greina hvað betur mætti fara. Þetta getur átt við um breytingu á orðalagi, hnöppum, myndefni eða röðun á vörum/vefsíðum. Með Google Analytics geturðu líka séð hvaða síður ná til notenda, hvar notendur koma inn á vefinn þinn (ef ekki eingöngu í gegnum forsíðuna).

Lærðu af öðrum

Sem virkur notandi á öðrum sambærilegum vefsíðum getur þú uppgötvað nýjar leiðir sem munu aðstoða þig við að styrkja vefinn þinn. Eru til dæmis tengdar vörur sem gætu átt erindi til viðskiptavina? Eru vörur á afslætti sem þú vilt láta alla vita af sem setja einhverja vöru í körfu? Eru umsagnir viðskiptavina nægilega áberandi? Vita viðskiptavinir þínir af öllu sem er innifalið? Hver er skilaréttur eða má hætta við bókunina? Og svo framvegis!

Viltu ræða málin?

Láttu okkur vita ef þú vilt ræða tækifærin fyrir þig í viðskiptum á netinu. Við bjóðum vefverslunarkerfi, pantakerfi, tengjumst bókunarvélum og birgðakerfum án vandræða. - Ummælin okkar tala sínu máli!