Öruggari vefsíður hjá Stefnu

07. nóvember 2017
Róbert Freyr
Nýjasta viðbótin er að verja innskráningu í Moya með kröfu um öruggara lykilorð. Væntanlega verða einhverjir sem þurfa að uppfæra lykilorðið sitt ef það er of stutt eða fyrirsjáanlegt.

Við hjá Stefnu höfum unnið hörðum höndum að því undanfarnar vikur og mánuði að efla öryggið enn frekar fyrir vefsíður sem eru hjá okkur. Meðal þess er að allir nýir vefir koma uppsettir með SSL en eldri vefir hafa einnig möguleika á því fyrir mjög hóflegt gjald.

Öruggari lykilorð
Nýjasta viðbótin er að verja innskráningu í Moya með kröfu um öruggara lykilorð. Væntanlega verða einhverjir sem þurfa að uppfæra lykilorðið sitt ef það er of stutt eða fyrirsjáanlegt. Sú aðgerð er mjög þægileg og gegnsæ og gerist við næstu innskráningu hjá þeim sem uppfylla ekki lágmarks kröfur. Þegar lykilorð er uppfært getur þú séð hversu öruggt það er.

Öryggismál eru í reglubundinni endurskoðun hjá okkur og höfum við þegar hafið undirbúning innleiðingar á nýjum persónuverndarlögum sem taka gildi í maí næstkomandi.